Úrval - 01.07.1962, Síða 25
FRUMSTÆÐASTI MAÐUR JARÐARINNAR
33
það var. Hjá honum þróaðist
hvorki gjaldmiðill, byggingar-
list, verkfæri né sambýli í formi
þorpa. Þegar hvitu mennirnir
komu, þrengdi að þeim, en þeir
gáfust ekki upp á sínu frum-
stæða lífi. Enn er talsvert um
þennan kynflokk, og landið sem
þeir tileinka sér er það harð-
býlasta i allri Ástraliu.
Maður hefur það óþægilega á
tilfinningunni, að frumbyggjar
þessir hafi haft tækifæri til að
„siðmenntast“, — en hafnað
því. Einu sinni voru þessir
menn herrar Ástralíu, höfðu þar
tögl og hagldir. Mörg héruð
Ástralíu eru búsældarleg. En
frumbyggjarnir hafa ekki viljað
notfæra sér það til að auðgast á
veraldarvísu. Það er eins og þeir
vilji, að tilvera þeirra hangi i
bláþræði.
Athugum einfalt dæmi. Ég sat
í jeppanum mínum og virti fyr-
ir mér hóp af frumbyggjum í
kíki. Þeir vissu, að ég fylgdist
með þeim og héldu sig í fjar-
lægð. Snögglega urðu þeir stíf-
ir eins og þeir væru standmynd,
—• sex líkamar, hávaxnir og
grannir og holdskarpir. Höfuð-
in sneru öll í sömu átt eins og
þeir hefðu veður af einhverju.
Enda þótt ég væri með sjón-
auka, urðu þeir varir við það á
undan mér. Það var reyndar
ekki annað en lítil regnskúr í
fjarlægð, daufur, grár stafur frá
lágu skýi til jarðar. Hvítur mað-
ur mundi ekki hafa veitt þessu
eftirtekt. En frumbyggjarnir
hvesstu á þetta augun af mik-
ilii einbeittni.
Skúrin þéttist og tók að fær-
ast yfir sviðið landið. Og undir
eins tók allur hópurinn á rás.
Þeir eltu regnskýið.
Þeir hlupu í þrjár klukku-
stundir. — Ég fylgdi á eftir
þeim í jeppanum. Loks náðu
þeir regnskúrinni, réttu upp
handleggina, æptu og hoppuðu
upp. Goluna lægði, og skúrin
færðist ekki úr stað. Þau virtu
fyrir sér jörðina umhverfis.
Allt í einu kallaði einn þeirra
eitthvað upp. Hann hafði fundið
hvilft með vatni í. Dökkur,
rennilegur líkaminn beygði sig
niður, og varirnar námu við
jörðina.
Þvi næst reis hann virðulega
upp og gaf þeim næst sér bend-
ingu. Hinir komu nær og röð-
uðu sér umhverfis pollinn og
fengu sér að drekka. Eftir
skamma stund var vatnið horf-
ið.
Frumbýggjarnir ala aldur
sinn á því evðilegasta landi,
sem ég hef augum litið. Að
mestum hluta eru þetta salt-
sléttur, víðáttumiklir flákar, sem
vindurinn hefur sorfið í alda-
raðir, svo enginn jarðvegur ér