Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 96
104
URVAL
bezt, og taíaðu svo aftur inn á
bandið og athugaðu árangurinn.
Og þannig koll af kolli. Átján
ára gömul stúlka sagði einu sinni
við mig: „En hvað mér þótti
spennandi að hlusta á allar
þessar raddir — allt minar! En
þó svo margbreytilegar! Ég vissi
ekki, að ég ætti þetta til, og það
hefur aukið mjög sjálfstraust
mitt. Nú veit ég. að ég get þjálf-
að röddina að vild og haft fullt'
vald yfir henni.“
Athugaðu hin sérstöku gæði
raddarinnar. Ræðurðu yfir dá-
litlu af blæbrigðum? Blækvikar
raddir eru meir aðlaðandi og
benda til félagslyndis. Einræm-
ingsleg rödd vitnar aftur á móti
um dapurleika eða tillitsleysi um
náungann. Það er sem sé undir-
stöðuatriði, hvort röddin er líf-
leg eða ekki, enda hefur það
áhrif á alla fjóra höfuðþætti
raddarinnar, — sem eru: þrótt-
ur, hraði, tónblær og hljómfeg-
urð.
Reyndu að ná þeim rétta og
viðeigandi tón i málróminn
hverju sinni. Þegar þú skipar
fyrir með eitthvað, verðurðu að
leggja annars konar orku í rödd-
ina en þegar þú biður um eitt-
hvað. Fullyrðingar krefjast meiri
þunga en getgátur. Orð, sem
túlka tilfinningar, njóta sín
naumast nema með vissum á-
herzlum, sem eiga ekki við, þeg-
ar kaldar staðreyndir og forms-
atriði er á dagskrá.
Við getum naumast ætlazt tií
að ná þeim hressileik í fram-
komu og tali, sem leikarar og
sumir „diplómatar" hafa yfir að
ráða, enda ekki nauðsynlegt; en
ef við gefum eðlilegum og hlýj-
um tilfinningum útrás í talí
okkar, þurfum við ekki að vera
smeyk um áhrifin. Tilfinning-
arnar gefa orðunum lif og lit.
Talhraðinn er einnig mikils-
vert atriði. Eðlilegur talandi er
125 orð á minútu. Hefur þú
kannski hraðann 90 eða 200 orð
á mínútu? Óviðkunnanlegt er,
er framsögnin er alltaf svipuð,
án tillits til umræðuefnis og að-
stöðu. Það er vélrænt og leiði-
gjarnt, þegar ailtaf er talað á
sama hraða. Rétta aðferðin er að
fara frjálslega með orðin og bil-
in milli þeirra, beifa ýmsum
tóntegundum eftir stemningunni,
hrífa áheyrendurna með sér af
cinu tilfinningastiginu á annað.
Þessi blæbrigði vekja ekki ein-
ungis meiri athygli á taii þínu,
heldur hjálpa líka til að gera
meininguna Ijósari.
Tónhæð raddarinnar ætti að
vera í samræmi við aldur þinn
og kynferði. Karlar hafa dýpri
rödd en konur, fullorðnir dýpri
en börn. Þess vegna þykir óvið-