Úrval - 01.07.1962, Síða 121
NÝ VOX FYRIR GEÐSJÚKLINGA
129
vel og lesið dálítið fyrir mig.“
„Ég skal gera það,“ svaraði
konan eftir andartaks hik. „Vilj-
i« þér lána mér gleraugun yð-
ar?“
Daginn eftir var skipulagður
námshópur í „frábægingu“
þarna í sjúkrahúsinu.
Næstu mánuðina æfði frú
Smith 200 hjúkrunarkonur og
gæzlumenn í Fíladelfíu-fylki.
Trú hennar á getu gæzlumanna
lét sér ekki til skammar verða.
Þeir voru engu síður áhuga-
samir en þeir, sem einhverja
menntun höfðu, og einn þeirra
sýndi mikla hæfileika og hefur
hlotið sérstaka viðurkenningu.
í mörgum sjúkrahúsum eru nú
fastir starfsmenn, sem eru sér-
fræðingar í „frábægingu“.
Frú Smith leggur áherzlu á
fimm stig í aðferð sinni. Fyrst
er „kynningin", en þá gengur
stjórnandinn á röðina, sem eru
venjulega 10—12 sjúklingar,
tekur í hönd þeirra, ávarpar þá
með nafni og bætir gjarnan við
léttum athugasemdum varðandi
klæðnað þeirra eða hárgreiðslu.
Undir þessum kringumstæðum
brosa margir sjúklinganna eða
lita að minnsta kosti upp.
Næsta stigið er „Brúin til
raunveruleikans“, en það bygg-
ist á kvæðalestri. Gildi þess
arna hefur sannazt hvað eftir
annað. Gæzlumaður einn, sem
hafði lokið þrjátiu stunda nám-
skeiði í „frábægingu ', stóð and-
spænis hópi af ruglingslegum
og hávöxnum ungum karlmönn-
um. Hann tók þá að lesa kvæði
eitt af myndugleik, og varð það
til að umræður sköpuðust um
„base-ball“. í öðru tilfelli var
hægt að fá nokkra sinnulausa,
roskna karlmenn til að tala, eft-.
ir að þeir höfðu heyrt kvæði
Karls Sandburgs, „Reykur og
stál“, en þannig stóð á, að nokkr-,
ir þeirra höfðu unnið í stál-
bræðslu. Þegar kvæðið „Tré“
eftir Joyce Kilmer var lesið fyrir
kvensjúklinga, vöktust upp um,
ræður um rauðbrystinga. Þess-
ar konur stigu fyrsta skrefið í
áttina til Iifsins á ný með þvi
að gerast fuglaverðir.
Þriðja stigið nefnist „að taka
þátt í lífinu í kringum okkur“,
og byggist á því að vera með
í umræðum um efnið, sem valið
er til umræðu í hvert sinn, en
þau geta verið af ýmsum toga,
En viss umræðuefni eru bönm
uð: kynferðismál, hjúskapur,
fjármál, kynþáttamál, trúar-T
brögð og stjórnmál. Ætlunin er
heldur ekki að veita fræðslu með
fyrirlestrum heldur að örva til
samtals með þvi að spvrja
spurninga.
Eftir að umræðuefnið hefur