Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 7

Úrval - 01.06.1966, Blaðsíða 7
ÞEGAR VÍSUNDURINN RÍKTI 5 til Kentucky. Svo hyggilega hafði vísundurinn valið slóð sína, að fyrsta járnbrautarlínan um megin- landið, var látin á löngum köflum fylgja slóðinni. Chicago stendur bar sem hún stendur í dag, vegna þess að það lá vísundaslóð að svæðinu. í þinginu hrúguðust upp lög til varnar vísundinum, sem kom fyrir lítið, en meðan aðrir töluðu, tók Indíáni nokkur sig til, fangaði tvenn hjón og þar er að finna vísinn að hinum fræga Allard-Pancho vís- undastofni og jafnframt Conrad- stofninum í Montana. Frá þessum tveim vísundategundum eru runn- ar flestar af beztu nautategundum Bandaríkjanna í dag. Það urðu fleiri til að feta í fótspor Indíánans, Walking Coyote hét hann, og þess- um fyrstu nautgriparæktarmönnum sem létu hendur standa fram úr ermum meðan hinir töluðu, ber að þakka vísundahjarðirnar í dag. Árið 1905 hafði Theodore Roose- velt forgöngu um nautgriparækt í landinu almennt, og nú eru á lífi 7000 vísundar og hjarðirnar fara ört vaxandi, og aftur má sjá fallegar hjarðir á beit í Nebraska, Oklo- homa, Suður-Dakota og í hluta af Yellowstonegarðinum og einnig í Alaska og Kanada. Söngkvartett nokkur var á söngferðalagi í Ástralíu. Söngvarana langaði mjög mikið til þess að sjá Ástralíunegrana og lifnaðarhætti þeirra. Þeir óku því til eins byggðarlags þeirra, sem var alllangt frá borginni, sem þeir voru staddir í þá stundina. Vegurinn var mjög slæmur, og á leiðinni óku þeir á kengúru. Þeir stigu út úr bílnum og sáu, að fórnarlamb þeirra virtist vera alveg steindautt. Þeir drógu skepnuna út af veginum og reistu hana upp við tré. Síðan tóku þeir mynd hver af öðrum við hlið hennar. Einn þeirra fór úr dýra sport- jakkanum sínum og lagði hann yfir kengúruna, þannig að hún virtist vera í sportjakka. Svo tróð hann dýra hattinum sínum á haus henni. Hann var að taka sér stöðu við hlið hins skrautlega fórnarlambs, þegar fórnarlambið hristi hausinn illilega, hnipraði sig saman, tók undir sig heljarmikið stökk og þaut út í buskann. Ef einhverjir hafa hitt kengúru, klædda í sportjakka og með dýr- indis hatt á höfði, hefur þeim sjálfsagt brugðið illilega i brún, en þó ekki eins illilega og eiganda jakkans og hattsins. 1 vösum hans var nefnilega vegabréf hans og veski með 500 sterlingspundum í seðlum. D.G. Kona ein hafði borgað sállækninum sínum samtals 750 sterlingspund. Svo sagði hún vinum sinum, að nú ætlaði hún ekki oftar til hans. Þessu til skýringar sagði hún og stundi við: „Sko, ég er svo hrædd um, að láti ég hann hafa meiri peninga, þá valdi það sektarkennd hjá honum." M.T.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.