Úrval - 01.06.1966, Side 10

Úrval - 01.06.1966, Side 10
8 ÚRVAL litla ögn af gulli. Spánskir land- könnuðir hinnar nýju heimsálfu gerðu sér brátt grein fyrir því, að þeir hefðu rekizt á gulllandið mikla — el dorado. Þegar Hernando Cortés steig á land í Mexíkó, rétti hann fram hjálm sinn og krafðist þess, að Indíánarnir fylltu hann af gullsandi. Og í Perú hefur Franc- isco Pizarró og hinum 180 félög- um hans áreiðanlega fundizt þeir vera komnir í sannkallaðan ævin- týraheim, þar sem hversdagslegustu munir, svo sem áhöld og húsgögn, voru gerðir úr gulli. Spánverj arnir fengu ofbirtu í augun — og létu greipar sópa. Næstu öldina ösluðu vopnaðir flotar yfir Atlantshaf og losuðu dýra farma gulls og silfurs í Sevilla. Þessi auðæfi síuðust smám saman út um alla Evrópu og kveiktu þá byltingu, sem von bráðar breytti ævafornum vöru- skiptum í peningaverzlun seinni tíma iðnaðarþjóðfélaga. GULLKORN GuR finnst nærri því alls staðar. I kopar, kolum og leirborinni jörð- inni undir borgum vorum gæti hæg- lega verið einhver vottur af hinum eðla málmi. I söltum sjó er gull- innihaldið einn á móti trilljón. Þar sem gull er í svo ríkum mæli, að vinnsla þess borgi sig, finnst það í tvenns konar mynd: í æðum og sandi. Gullæðarnar eru gamlar bergsprungur, sem fyllzt hafa gull- auðugu kvarzi úr iðrum jarðar fyrir 2—10 milljónum ára. Gullsandur- inn var einnig bundinn í slíkum æðum, en losnaði af völdum veðrun- ar. Gullkornin bárust með vatni niður eftir ám og lækjum, söfn- uðust stundum saman í hyljum und- ir árbökkum, þar sem þau börðust saman í völur og hnullunga. Ef áin breytti sér, sátu gullvölurnar eftir og biðu síns vitj unartíma. Allar meiriháttar gullnámur hafa fundizt með þeim hætti, að einstakir hnullungar gulls hafa komið mönn- um á sporið. Kaliforníu-gullæðið hófst árið 1848, með því að James W. Marshall háfaði hatt sinn full- an af gullsandi upp úr Amerísku ánni hjá Coloma. Á næsta ári flykktust 80 þúsundir gullleitar- manna vestur yfir, og sumir þeirra unnu sér inn 50 dollara á dag með gullþvotti. Einhver stærsti gull- klumpur, sem enn hefur fundizt, hinn frægi „Welcome Nugget“, sem fannst í Ballarat í Victoriu- fylki í Ástralíu 1858, vó 72.5 kg. Gullnám í hinum auðugu Rand- námum Suður-Afríku hófst fyrir um 80 árum síðan. Þar hefur nú verið grafið niður á um 2930 m dýpi, og úr þeim fást um 2000 tonn á ári eða í kringum helmingurinn af gullframleiðslu veraldarinnar. Sovétríkin koma næst með um 25%, en Bandaríkin, sem einu sinni voru í fremstu röð, leggja nú aðeins 3% af mörkum. Bræðslumark gulls er 1063° C., og það breytir ekki lit, þótt það verði fljótandi. Það er stórkostleg sjón að horfa á gullið streyma í verksmiðjunum. Bráðnum málmin- um er hellt í mót úr lítilli könnu, sem haldið er með löngum járn- töngum. Hér þarf styrkar hendur, því að enginn dropi má fara til spillis. Nýsteyptar stengurnar, með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.