Úrval - 01.06.1966, Side 45

Úrval - 01.06.1966, Side 45
DÓMURINN YFIR JESÚS 43 mikil áhrif á hina ungu kristnu kirkju. Fram að þessum tíma hafði allri starfsemi kristinna manna, ver- ið stjórnað frá Jerúsalem, þar sem postularnir og hinir fyrstu söfnuð- ir störfuðu. Þessi móðurkirkja í Jerúsalem hverfur með eyðingu Jerúsalem árið 70. Afleiðingin af þessu hörmungarástandi bitnaði sér- lega þungt á hinum fyrstu kristnu mönnum. Það var ekki aðeins, að grundvöllurinn fyrir trú þeirra hefði haggazt með eyðingu Jerúsalem og styrjöldinni, heldur vofði nú sú hætta yfir þeim, að vera af Róm- verjunum taldir samherjar þjóðern- issinna þeirra í Gyðingalandi, sem uppreisnina höfðu gert. Hættan vegna þessa sjónarmiðs, var auð- vitað mest í Róm, sem hafði þolað þungar búsifjar, vegna uppreisnar- innar í ísrael og það var þess vegna fyrst og fremst fyrir hinn kristna söfnuð í Róm, sem Markús skrifaði guðsspjall sitt. Uppreisnin og styrjöldin, sem af henni leiddi vekur þá þörf, sem kristnir menn höfðu ekki fundið til fyrr, að nauðsyn væri á að segja frá lífi og starfi Jesús. Rómverjar fögnuðu sigri sínum yfir ísraelsmönnum ákaflega og gerði Vespasian keisari, og synir hans, sem mest úr honum. Um þetta leyti áttu Rómverjar mjög andstætt. Það hafði geisað innanlands styrjöld með þeim, þeir höfðu farið mjög hallloka í byrjun fyrir ísraelsmönn- um, og uppreisnir höfðu víðar brot- izt út. Sigurinn yfir ísraelsmönnum var þeim því mikilsverður, ekki sízt þegar þess er gætt, að land ísraels- manna, var vegna legu sinnar lyk- ilinn að yfirráðasvæði Rómverjanna í Austurlöndum nær. Vespasian lét fara miklar sigurgöngur um Róm, og voru þar bornir ýmsir helgustu gripir ísraelsmanna úr musterinu, eins og sjö álma ljósastikan, altarið, silfurbásúnur og tjöldin fyrir því Allra helgasta, og þessi yfirlætis- fulla sigurganga náði hámarki sínu með aftöku Simons ben Gioras, eins af aðalleiðtogum ísraelsmanna. Kristnum mönnum hefur verið þungt fyrir hjarta, þessa sigurdaga í Róm og það er ekki ólíklegt að þjóðerniskennd þeirra hafi veikt einhverja í trúnni, sem átti sér ræt- ur í landi erkióvinar, sem hafði verið að því kominn að vinna landi þeirra óbætanlegt tjón. Það er því mjög líklegt að ein- hverjum hinna kristnu manna, hafi verið innan brjósts ekki ósvipað Tacitiusi er hann skrifaði: — Krist- ur, sem nafnið er frá runnið, hafði hlotið dauðarefsingu á dögum Ti- beriusar af hendi hins rómverska landstjóra Pontiusar Pilatusar og þessi skaðlega hjátrú hjaðnaði þá í bili, en það var aðeins um stundar- sakir og síðar brauzt hún út á ný, og þá ekki aðeins í Israel heldur einnig í sjálfri höfuðborginni (þ.e. Róm), þar sem allt það hræðileg- asta og skammarlegasta sem þekk- ist í þessum heimi, finnur öruggan hljómgrunn. Markúsarguðsspjall sýnir okkur ástandið hjá hinum rómverska söfn- uði einstaklega glöggt. Sérstaka athygli vekur frásögn Markúsar af því, þegar Jesús stend- ur fyrir réttinum og er spurður,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.