Úrval - 01.06.1966, Side 47

Úrval - 01.06.1966, Side 47
DÓMURINN YFIR JESÚS 45 að koma sökinni á Gyðingaleiðtog- ana heldur en svo, að hann gefi sér tíma til að fá skynsamlegt samræmi í frásögn sína. Og hann lætur víðar leiðast af annarlegum sjónarmiðum í frásögn sinni. Hann segir til dæmis, að fyrst og fremst hafi verið leitað eftir vitn- um að eftirfarandi ummælum Jes- ús: —• Við heyrðum hann segja: Ég mun eyðileggja þetta musteri sem reist hefur verið af mannavöldum og mun á þremur dögum, reisa ann- að, sem ekki er mannaverk". Þau réttarvitni, sem töldu sig hafa heyrt Jesús segja þetta, kall- ar Markús „falsvitni“, og gefur þar með í skyn, að Jesús hafi aldrei látið sér þessi orð um munn fara, en síðar kemur í ljós hjá honum og einnig Jóhannesi, að þeir trúðu á ummæli Jesús af þessu tagi. Það virðist samt vafasamt, að Jes- ús hafi nokkru sinni látið sér þetta um munn fara, því að sjálfur sótti hann musterið og lærisveinar hans héldu áfram að dýrka guð sinn í því en það myndu þeir örugglega ekki hafa gert, ef þeim hefði verið kunnugt um að lærifaðir þeirra hefði haft í huga að eyðileggja það. Sennilega hefur þessi skoðun vitn- anna og æðstu prestanna fengið fæturna í sambandi við árás Jesús á kaupmangið í musterinu fáum dögum fyrir réttarhöldin. Sá atburður er miklu mikilsverð- ari en Markús vill vera láta. Þessi verzlun í musterinu var nefnilega í nánum tengslum við alla musteris starfsemina. Gyðingarnir, sem vildu færa musterinu peningagjafir urðu með einhverju móti að skipta hin- um rómverska gjaldmiðli í muster- is gjaldmiðil. Annað var andstætt ritningu þeirra. Einnig urðu þeir, sem komu til að færa fórnir, að kaupa fórnardýrin í musterinu. Þetta fyrirkomulag var auðvitað verndað af æðstu prestunum og ná- tengd völdum þeirra og áhrifum. Æðsti presturinn var skipaður af Rómverjum og öll starfsemi prest- anna fór fram með samþykki Róm- verja. Þessi innlenda höfðingja- stjórn á vegum Rómverja, var auð- vitað mikill þyrnir í augum hinna þjóðernissinnuðu Gyðinga. Árás á musterið af þessu tagi, var því í raun og veru árás á alla stjórn æðstu prestanna og lagði í hættu þau völd, sem þeir höfðu þarna í skjóli Róm- verjanna. Það er engum vafa undirorpið, að Gyðingayfirvöldunum hefur verið það mikið í mun, að fram kæmi við réttarhöldin yfir Jesús, hvað hann hefði raunverulega haft í huga með þessari árás. Það kemur aftur á móti glöggt í ljós af frásögn Markúsar, að þeim mistókst að sanna ummæli Jesús í þessu efni. Þegar þetta hefur mistekizt fyrir prestunum, hefur æðsti presturinn engar vöflur á heldur spyr: „Ert þú Kristur (þ.e. Messias) sonur hins blessaða? Það, að hann skyldi spyrja þess- arar spurningar í beinu áframhaldi af ásökuninni vegna musterisárás- arinnar, sýnir glöggt, að hann hef- ur álitið kröfu Jesús um að vera talinn Messias nátengda byltinga- kenndum hugsjónum, því að Messi-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.