Úrval - 01.06.1966, Page 50

Úrval - 01.06.1966, Page 50
48 ÚRVAL upp ljós og þeir segja: — Sannar- lega var þessi maður sonur Guðs“. Það er engum vafa háð, að þessi skrif Markúsar hafa verið vel séð hjá hinum kristnu Rómverjum síð- ar. Rómverjinn Pilatus hafði verið einn um að gera sér ljóst sakleysi hans og reynt af veikum mætti að bjarga honum. Jesús hafði játað þegnskylduna við keisarann og róm- verskir hermenn höfðu verið fyrst- ir til að gera sér ljóst að Jesús var Guðs sonur. Gyðingaleiðtogarnir aftur á móti hafa með öllu framferði sínu kaliað yfir sig og þjóð sína þann dóm sem féll árið 70 og fagnað var á stræt- um Rómar árið 71. Frásögn Markúsar lifði áfram í kristindómnum og setti mark sitt á seinni skrif hinna guðsspjalla- mannanna eins og Lúkasar og Matt- heusar. Þeir ganga enn lengra í skrifum sínum til þess að sanna hinum kristnu Rómverjum, að kristindóm- ur hafi ekki, öfugt við það, sem almennt var haldið í Róm, verið byltingakennd hreyfing og Mattheus bætir jafnvel um fyrir Markúsi, sem hafði getið þess að eyra hafi fallið af manni, þegar Jesús var handtekinn, — með því að hreinsa Jesús algerlega af nokkurri þátt- töku í því hervirki og láta hann bregða hart við og segja: — Slíðr- aðu sverð þitt, því allir sem sverði beita munu fyrir sverði falla. Aðra viðbót við skrif Markúsar er einnig að finna í Mattheusar guðsspjalli, þar sem Pilatus er lát- inn þvo hendur sínar og segja: — Saklaus er ég af blóði þessa manns. Og Gyðingar svara: — Látið blóð hans koma yfir oss. Afleiðingar þessarar setningar hafa orðið hræðilegar, því að hún réttlætti um langan aldur ofsóknir kristinna manna á hendur Gyðing- um og það er ekki fyrr en nú fyr- ir skömmu, að páfadómurinn hefur ákveðið að seinna tíma kynslóðir Gyðinga skuli ekki gerðar ábyrgar lengur fyrir morðinu á Kristi. Sagnfræðingur, sem vill gera sér ijóst, af hverju Rómverjarnir dæmdu Jesús sem uppreisnarmann, verður að lesa milli línanna í hinni óhlutvöndu frásögn Markúsar. Ef draga á skynsamlegar ályktanir af þeim frásögnum sem fyrir liggja, þá virðist, sem yfirvöld Gyðinga hafi handtekið Jesús af því, að þau álitu hann stofna þeim frið og þeirri reglu, sem þau voru ábyrg fyrir gagnvart Rómverjunum, í hættu. Pilatus tók ásakanir þeirra góðar og gildar og krossfesti Jesús og gaf jafnframt skipun um að letrað skyldi yfir höfði hans á krossinum: — Þetta er Jesús, konungur Gyð- inganna. Pilatus gaf einnig skipun um að tveir „lestai“, skyldu krossfestir með Jesús, en við vitum að Róm- verjarnir kölluðu einmitt hina upp- reisnargjörnu og þjóðernissinnuðu Gyðinga „lestai“, og það, að Pila- tus lætur krossfesta Jesús á milli tveggja slíkra manna styður þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.