Úrval - 01.06.1966, Page 67

Úrval - 01.06.1966, Page 67
WAURA-INDÍÁNAR 65 Á þessum víðáttumiklu lands- svæðum, sem eru hulduheimar fyrir hvítum mönnum, bjuggu eitt sinn mjög grimmlyndir ættflokkar Indí- ána, t.d. Chavante, Tshikao, Thsuk- ahamae, Cayapó o. fl., og afkom- endur þeirra búa þar enn. En hér dvelja einig friðsamir ættflokkar, sem halda fast í fornar lífsvenjur. Ég hef sérstakan áhuga á að kynnast einum þeirra vegna rannsókna minna á menningu Bras- ilíu-Indíána, og nú er förinni heit- ið til heimkynna þeirra. Þetta eru Waura-Indíánarnir, sem þekkja leyndardóm leirkerasmíðinnar og halda enn fast í sína aldagömlu siði og erfðavenjur. Og nú loksins fékk ég gott tækifæri til að dvelj- ast meðal þeirra. Þjóðgarður stofnaður til að vernda frumstœða œttflokka l heimkynn- um sínum, Xingu-þjóðgarðinn. Skyndilega virðist frumskógurinn lyfta sér móti okkur, er flugvélin lækkar sig í loftinu. Við stefnum að rönd af dökkrauðri mold í skóg- arrjóðri. Flugvélin hnykktist til og rennur síðan framhjá nokkrum leirkofum og stöðvast síðan and- spænis stóru tréspjaldi, en á því standa þessi orð: POSTO LEONARDO VIIIAS BOAS PARQUE NACIONAL DO XINGU. Tveir skeggjaðir menn taka á móti okkur, bræðurnir Orlando og Claudio Villas Boas. Ásamt þriðja bróðurnum, sem þessi frumskóga- stöð ber nafn af, hafa þeir dvalið hér um áraraðir til að vernda Indí- ána þessa svæðis fyrir innrás menningarinnar, sem virðist vera þeim óheillavænleg, jafnvel ban- væn. Þeir ráða því, hverjir fá að koma í þjóðgarðinn. Fyrsti landkönnuðurinn fór hér um árið 1884, Þjóðverjinn Karl von den Steinen og fann þá hér e. k. paradís á jörðu með u.þ.b. 3000 Indíánum, sem virtust tala ýmsar mállýzkur og bjuggu í 35 þorp- um. En Alþj óða-heilbrigðismála- stofnunin lét telja þá árið 1962 og reyndust þeir þá vera aðeins 500 talsins. Til að koma í veg fyrir útrým- ingu þeirra, stofnaði ríkisstjórn Brasilíu Xingu-þjóðgarðinn árið 1961 og setti strangar reglur um ferðir og dvöl þar. Þjálfaðir flug- menn frá brasiliska flughernum lenda þar á litlum flugbrautum, sem virðast varla meira en smárispur tilsýndar í þessu frumskógarhafi og halda þeir uppi lífsnauðsynlegum samgöngum. Án þeirra væri óhugs- andi að koma rannsóknum við þar. En flugvélin verður að snúa aftur til siðmenningarinnar og skömmu síðar er allt komið í lag viðvíkj- andi dvöl minni. Síðan legg ég af stað í barkarbáti ásamt þrem Waura-fylgdarmönnum áleiðis til þorps þeirra. Þorpið er á vatnsbakka við end- ann á löngum stíg frá svonefndri Tamitaoala-á. Þar eru fimm hús, sem líkjast feiknarstórum heysát- um og standa utan um dálítið torg með harð-troðinni mold. Hér lifa nú 85 Waura-Indíánar, þeir síðustu sem til eru í heiminum. Nú gefur sig fram ungur mað- ur, er nefnir sig Ikiana. Hann hefur unnið eitt ár á Campo de Diaua-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.