Úrval - 01.06.1966, Síða 78

Úrval - 01.06.1966, Síða 78
76 mikilli ánægju. Þeir bíða eftir því, að hann þroskist, að því er virðist alla hina tíma ársins, fara síðan út í runnana og gera ekkert annað dögum saman en að mata sig á þesu hnossgæti. „Piquiá er góður matur,“ segir Malakiyauá og klappar á magann á sér. Dauðinn bíður í leyni eftir þeim ógœtnu Ég fór dag einn ásamt nokkrum Waura-mönnum upp eftir Tamita- toala-á til að safna skjaldbökueggj- um og veiða endur. Þá sáum við reyk stíga upp í nokkurri fjarlægð. Einhver virtist vera að gera sér nýtt rjóður áður en regntíminn hæfist. „Þetta eru Tshikáomenn,“ segja fylgdarmenn mínir og virðast dá- lítið æstir, en þó ósmeykir. Fyrir nokkrum árum síðan réðust hinir villtu Tshikáo-menn, sem búa í suðvestri inn í Waura-þorpið og rændu tveim börnum. I hefndar- skyni réðust nokkrir Waura-menn, ásamt hópi Kamayurá-Indíána, á óvinina, eftir nærri tveggja daga ferð inn í land þeirra og drápu tvo Tshikáor-menn. Suya-menn gerðu einnig árásir á Waura-menn, unz Villas-Boas bræðrum tókst að friða þá. Á bökkum árinnar finnum við merki eftir níu eldstæði og eina' illa fléttaða körfu með manioc-bit- um í. Beinn stígur virðist liggja þaðan langt út á savanna-sléttu. „Tshikáo", hvísla fylgdarmenn mínir aftur, meðan þeir skoða gaumgæfilega eldstæðin og svefn- ÚRVA/i bólin, sem óvinirnir hafa skilið eftir sig. Skyndilega stirðna þeir upp, og við sjáum hvar nokkrar ófreskjur í mannsmynd loka stígnum. Þær eru búnar til úr þurrum stráum, sem eru bundin saman með tágum, en hver ófreskja heldur á litlum boga með grannri ör á streng og stefna þær í hjartastað okkar. Þessi aðvörunarmerki eru bæði kynleg og ægileg. Ég geng nær til að sjá þetta betur, en stanza fljótt, þegar ég heyri hrópað: „Kukoi, ekki lengra!" Jörðin hefur opnazt við fætur mér. Þar er gildra. Ég stend á barmi djúprar gryfju. Tíu fetum fyrir neðan mig sjást oddar átta stórra spjóta niðri í dimmri gryfj- unni. Á hverju þeirra er oddur úr nálhvössum jagúarbeinum. Dauðinn bíður í leyni eftir hverj- um þeim, er fellur í slíka gildru. Við drögum spjótin upp úr með böndum og látum í staðinn eina ör, sem bendir beint upp og nokkrar örvafjaðrir eru festar við skaftið. Ég bind einnig lítinn stálhníf við það, og á slíkt að tákna ósk un> frið. „Við verðum að halda vörð í nótt, því Tshikao-menn ei-u vísir til að koma fyrir dögun og þeir drepa okkur, ef þeir finna okkur hér,“ segir einn fylgdarmaður minn. Við bjuggumst samt til svefns skammt frá. Geysileg rigning trufl- aði nætursvefn okkar, en ekki árás neinna óvina. Hinn langi þurrka- tími er á enda. Við reynum að halda bálinu við til morguns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.