Úrval - 01.06.1966, Qupperneq 90

Úrval - 01.06.1966, Qupperneq 90
88 ÚRVAL að líta gaddavírsrúllur, skriðdreka- hindranir og gamla vörubíla og ó- nýta sporvagna, sem fylltir höfðu verið af grjóti. Þá átti að nota til þess að loka helztu þjóðvegunum og strætunum inn í borgina. En mundi þetta megna að tefja fram- sókn Rússa? „Það mun taka þá a.m.k. 2 klukkustundir og 15 mínút- ur að brjótast í gegn um hindran- irnar“, sögðu menn í gamni. „Þeir munu eyða tveim kiukkustundum í að hlæja sig máttlausa og 15 mínút- um í að ryðja öllum þessum vegar- hindrunum úr vegi“. I aðalstöðvum sínum við Hohen- zollerdamm stóð Reymann hers- höfðingi, yfirmaður borgarvarn- anna, frammi fyrir risastóru korti af Berlín og virti fyrir sér varnar- línurnar, sem höfðu verið teiknað- ar á það. Síðar skýrði hann frá því, að hann hafi þá velt vöngum yfir því, „hvað í ósköpunum væri ætl- azt til, að hann tæki til bragðs“. Hann hafði fengið strangar fyrir- skipanir frá Heinrici um að eyði- leggja ekki neitt í borginni og senda allar vopnaðar sveitir sínar úr borg- inni í átt til Odervígstöðvanna. Rey- mann áleit, að jafnvel við hinar allra beztu aðstæður mundi þurfa 200.000 þrautþjálfaða hermenn til þess að verja borgina. Eina fót- göngulið Reymanns samanstóð af ó- þjálfuðum, rosknum heimavarnar- liðsmönnum, 60.000 að tölu. Og þriðjungur þeirra var jafnvel óvopn- aður. Það skipti reyndar litlu máli, þótt hinir væru vopnaðir. Skot- færabirgðirnir voru ekki meiri en svo, að hver maður hafði að meðal- tali um fimm skammta í sína byssu. „Sýnið þeim, hverjir sigruðu“! í þorpunum fyrir norðan Boizen- burg við Elbefljót barst fjarlægt kveinandi hljóð íbúunum til eyrna þeim til mikillar undrunar. Þetta furðulega hljóð hækkaði og nálg- aðist, og brátt birtist þeim furðu- leg sýn. Eftir þjóðveginum komu tveir skozkir sekkjapípuleikarar þrammandi. Og á eftir þeim fylgdu 12.000 brezkir stríðsfangar. Þeir komu þrammandi í fylkingum og við hlið fylkinganna gengu fáein- ir þýzkir varðmenn. Einkennisbún- ingar fanganna voru druslur einar. Þeir voru með hinar fátækulegu eigur sínar í pokum og pinklum á bakinu. Þeir voru tærðir, kaldir og hungraðir, en þeir gengu samt hnar- reistir eftir veginum. James „Dixie“ Deans liðsforingi í brezka flughern- um hafði séð um það. Deans hafði gefið mönnum sínum eftirfarandi skipun: „Þegar þið gangið gegnum þorpin, skuluð þið rétta úr ykkur og rigsa þar í gegn, þótt þið eigið orðið erfitt um gang. Þið skuluð sýna þessum andskotans ofurmennum, svo að ekki verði um villzt, hverjir unnu stríðið“! „Dixie“ Deans var orðinn hálf- gerð goðsögn. Hann hafði verið skot- inn niður yfir Berlínarborg árið 1940, og hafði dvalið í stríðsfanga- búðum æ síðan. Og í hverjum fanga- búðum hafði honum lærzt eitthvert nýtt bragð til þess að þvinga Þjóð- verja með ýmsu móti til þess að veita honum og samföngum hans ýmis mannréttindi. Hann hafði líka lært ýmislegt um það, hvernig bezt væri að fást við fangabúðastjóra. Að áliti Deans var aðferðin mjög ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.