Úrval - 01.06.1966, Side 112

Úrval - 01.06.1966, Side 112
110 ÚRVAL ánlegar aðstæður suður í Bæheimi, en þangað var hann nú kominn. Stormsveitarverðir höfðu sett hann í stofufangelsi. Helzti undirmaður hans, Koller hershöfðingi, hafði flogið til fundar við hann í Bæheimi eftir hinn ör- iagaríka herráðsfund Hitlers þann 22. apríl. Göring hafði tekið til sinna ráða, eftir að Koller hafði skýrt hon- um frá því, að „Hitler hefði sleppt sér“ og að Foringinn hefði mælt þessi orð: „Þegar til samninganna kemur, getur ríkismarskálkurinn á- orkað meiru en ég“. Göring hafði sent Foringjanum mjög varlega orð- að símskeyti, er hljóðaði svo: „Foringi minn, vegna þeirrar á- kvörðunar yðar að dvelja áfram í virkinu Berlín, samþykkið þér þá, að ég taki þegar við fullri stjórn ríkisins? Ef ekkert svar hefur bor- izt fyrir klukkan 10 í kvöld, geri ég ráð fyrir því, að þér séuð ekki leng- ur frjáls gerða yðar, og mun þá gera það, sem ég álít bezt fyrir land vort og þjóð . .. “ Göring barst svar mjög skjótlega. Hitler sendi honum harðorða orð- sendingu, þar sem hann ásakaði hann um landráð og tikynnti hon- um, að hann yrði tekinn af lífi, nema hann segði af sér tafarlaust. Og að kvöldi þans 25. apríl var það til- kynnt hátíðlega í Berlínarútvarp- inu, að Foringinn hefði orðið við beiðni Görings um að verða leyst- ur frá þjónustu sinni. Göring sagði eiginkonu sinni, að honum fyndist þetta allt saman vera hlægilegt, enda mundi það verða hann, sem yrði að semja að lokum. Síðar skýrði hún barónessu von Schirach frá því, að Göring hefði verið að velta því fyrir sér, „hvaða einkennisbúningi hann ætti að klæð- ast, þegar hann hitti Eisenhower fyrsta sinni“. Meðan Berlín brann, hafði annar maður þegar gengið lengra í því að seilast til valda en Göring sjálfur, þótt Hitler hefði aldrei grunað þann mann um landráð. Þann 25. apríl var Edwin Hull hershöfðingi. einn helzti samstarfsmaður Marshalls hershöfð- ingja, yfirmanns bandaríska her- ráðsins, kallaður inn í skrifstofu hans í Pentagonbyggingunni. Mars- hall skýrði honum frá því, að Tru- man forseti væri á leið sinni til Pentagon til þess að tala þaðan við Churchill í hinum sérstaklega út- búna síma, sem var með truflunar- útbúnaði, svo að ekki væri hægt að hlera símtölin. Þýzkt tilboð um samningaumleitanir hafði borizt þeim með hjálp Bernadotte greifa, yfirmanns sænska Rauða Krossins. Tilboð þetta kom frá hvorki meira né minna en manni þeim, sem Hitl- er kallaði „hinn trygga Heinrich", sjálfum Heinrich Himmler. Truman forseti kom, og klukkan 3.10 síðdegis talaði hann símleiðis við brezka forsætisráðherrann. Churchill las upp orðsendinguna, sem hafði borizt honum. Hann sagði Truman, að Himmler vildi hittá Eisenhower hershöfðingja og gefast upp fyrir honum. En það var aug- Ijóst, að foringi stormsveitanna vildi, að Þýzkaland gæfist upp fyrir hinum vestrænu Bandamönnum ein- um, en ekki fyrir Rússum. Hull, sem hlustaði á símtalið í öðrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.