Úrval - 01.05.1971, Síða 38
36
Ertu
leiðindapúki?
EFTIR I. A. R. WYLIE
5
5
^f þú heldur, að þú sért
það, ertu það ekki. Ef
vK' það hvarflar aldrei að
vií þér, að þú kynnir að
vera það, er sá hræði-
legi möguleiki fyrir
hendi, að þú sért það, því að sterk-
asta sérkenni leiðindapúkans er
það, að hann er sér þess alls ekki
meðvitandi, að hann sé leiðinda-
púki. Hann er of sjálfumglaður,
skortir um of tilfinninganæmi og
skilning og er allt of önnum kaf-
inn við að skemmta sjálfum sér til
þess að láta sig það nokkru skipta,
hvaða áhrif hann hefur á aðra.
Margbreytileiki leiðindapúkanna
er geysilegur. Að mínu áliti er ein
versta tegundin sú, sem byrjar
alltaf söguna sína á því að segja
frá ömmu sinni, rekur svo ættir
sínar í allar áttir og endar á að
tala um fjarskylda ættingja, á
meðan áheyrendur sitja sem stein-
runnir, lamaðir og hjálparvana,
þótt þeir séu kannske of kurteisir
til þess að láta á því bera.
Ég forðast líka leiðindapúkann,
sem er alltaf að segja „brandara".
Maður þarf ekki annað en að sjá
hann. Um leið og hann sér mann,
býst hann til árásar með nýjasta
„brandarann" að vopni. Við þekkj-
um öll leiðindapúkann, sem þylur
sjúkrasögu sína í tíma og ótíma og
dregur sjúkdómseinkenni upp úr
botalausri uppsprettu og er aldrei
hamingjusamari en þegar hann
lýsir síðasta uppskurðinum saum-
spor fyrir saumspor. Ég hræðist
líka karlmanninn (það er sem sé
næstum alltaf um karlmann að
ræða), sem grípur fram í hinar
meinlausustu staðhæfingar á þessa
leið: „Nei, heyrið þér nú,“ og held-
ur svo áfram að gagnrýna og leið-
rétta þann, sem er að tala, og draga
úr gildi orða hans á allan hátt. Og
svo er það leiðindapúkinn, sem er
höfðingjasleikja og hefur alveg
*
/»\
E
****