Úrval - 01.05.1971, Side 44

Úrval - 01.05.1971, Side 44
42 ÚRVAL „ruggandi fyllirí". Ofsastormurinn, sem átti eftir að skella á á þessum slóðum innan skamms, hafði mynd- azt fjórum dögum áður sem svo- lítil loftólga á Kóralhafi. Hann kom veðurfræðingum algerlega á óvart. Þeir hefðu varla getað gizkað á, að hann mundi breyta um stefnu og tæki að stefna beint á Wellington. Þá gat ekki heldur grunað, að hann magnaðist svona ógurlega. Robertson skipstjóri var kominn upp í brú klukkan 5.50 að morgni og bjó allt undir komuna til Well- ington, en þangað átti að koma klukkan 7 að morgni. En nú skipti engum togum. Nú fór strax að síga á ógæfuhliðina. Þegar „Wahine“ fór framhjá klettunum við Pencar- rowhöfða við mynni Wellington- hafnar, minnkaði skyggnið óskap- lega og varð nú aðeins ein míla. Vindurinn var sífellt að magnast, og öldurnar voru orðnar risavaxn- ar. Ennþá var samt engin ástæða til þess að óttast. „Wahine“ var á réttri leið inn í sundið til Welling- tonhafnar. Það var hálfa mílu á breidd, þrjár mílur á lengd og 60 fet á dýpt. Og að því loknu tók við öryggi hinnar stórkostlegu hafnar í Wellington, einnar beztu hafnar heims. Eftir 5—6 mílna siglingu yrði „Wahine“ komin að bryggju alveg á réttum tíma. Tæpum 15 mínútum eftir að Ro- bertson skipstjóri kom upp í brú, tók hjól atburðarásarinnar að snú- ast mjög hratt, hver ógæfuatburð- urinn rak annan. Vindurinn jókst sífellt og var nú kominn upp í 100 mílur á klukkustund. Regnið og sjávarlöðrið skall á skipinu. Skyggn- ið hríðversnaði nú og komst alveg niður í núll gráðu. „Wahine“ var nú siglt á hálfri ferð. Skyndilega kastaði vindurinn og öldurótið „Wahine“ til og út af stefnu sinni, þ. e. 23 gráðum á bakborða. Skrúf- urnar voru eins oft ofansjávar sem neðan, og því lét skipið ekki vel að stjórn, þegar því var stýrt. Og svo kom versta áfallið. Ratsjártækin biluðu. Það var ekki lengur neitt skyggni, og því sáust engar baujur né vitar eða siglingaljós í landi. Það var því ómögulegt að segja til um, hvar „Wahine“ var stödd, þ. e. ann- að en það, að ferjan var stödd á löngu sundi, eins og dýr, sem hef- ur verið veitt í gildru. Það var varla hugsanlegt, að ástandið gæti versnað úr þessu, en það gerði það samt. Það skall of- boðsleg alda á skipið og það lenti í iðukasti, svo að það snerist við og stefndi nú ekki lengur inn sundið, heldur beint á klettana. Skipið hafði kastazt svo ofboðslega til, að Robertson hafði henzt eftir endi- langri brúnni, en hún var 78 fet á lengd. Hann reyndi hvað hann gat að koma skipinu aftur á rétta stefnu. Hann gaf fyrirskipun um það til vélarrúmsins, að setja skyldi eina vél á fulla ferð áfram, aðra á fulla ferð aftur á bak og setja hlið- arýtiútbúnaðinn í gang, en hann var venjulega aðeins notaður, þeg- ar skipið lagðist að bryggju. En þrátt fyrir allar þessar tilraunir, dansaði áttaviti „Wahine" stjórn- lausan tryllingsdans. Það ríkti alger ringulreið neðan- þilja. Fólk kastaðist fram úr rúm- um og þvert yfir káetur. Það heyrð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.