Úrval - 01.05.1971, Síða 92

Úrval - 01.05.1971, Síða 92
90 ÚRVAL hérna, bjó í þessu húsi,“ sagði Ir- ene. „Farðu bara upp framstigann og inn í herbergið baka til. Þar finnurðu hengirúm til þess að sofa í.“ „Þakka þér kærlega fyrir. Heyrðu annars, hvað kom fyrir síðasta manninn?“ „Veit það ekki,“ svaraði hún. „Hann var bara í tvær vikur hérna. Kom í einni. flugvél, fór í þeirri næstu. Hér hafa verið marg- ir slíkir. Dadanawa er ekki bein- línis neitt fyrirmyndar heimili að dómi sumra.“ ÉG FER Á BAK f FYRSTA SINNI Eg borðaði kvöldmat með Jimmy Brown, sem leit varla upp úr tveggja vikna gömlu dagblaði frá Georgetown, meðan á máltíðinni stóð. Að henni lokinni fylgdi Irene mér að múrsteinsbyggingu með pálmaviðarþaki. Þetta var íveru- staður Indíána, er störfuðu sem kúrekar á búgarðinum. En kúrekar eru kallaðir „vaqueros" þar um slóðir. Hún sagði, að þar ætti ég að spyrja eftir Charlie verkstjóra. Þegar inn kom, sá ég sjö Indíána liggjandi í hengirúmum. Sumir voru að fást við leðurvinnu, einn var að spila á gítar, en hinir voru að tala saman. En allir hættu störf- um, og það varð dauðaþögn, þegar ég kom inn. Þeir virtu mig allir vandlega fyrir sér, brostu alls ekki til mín, heldur bar svipur þeirra vott um megnt vantraust á mér. Eg herti samt upp hugann og spurði: „Hvar er Charlie?" Það liðu tíu sekúndur, þangað til einn þeirra reis upp úr einu hengi- rúminu og rölti til mín. Hann var aðeins rúmlega 5 fet á hæð og lík- lega um 120 pund á þyngd. Hann var svolítið haltur. Á vinstra augna- loki hans var eins konar æxli, svo að það auga var alltaf hálflokað. „É'g er Charlie,“ svaraði hann. „Stan Brock,“ svaraði ég. „Ég er kominn til þess að vinna hérna.“ „Þú kannt ríða hesti?“ „Dálítið." „Á morgun við sjáum til. Vaqu- erohestur vondur. Kannske hann brjóta löpp á þér eins og mér. Betra þú lærir vel.“ Að svo mæltu haltr- aði Charlie burt. Næsta morgun hélt ég beint til hestagirðingarinnar, ákveðinn í að vinna bug á klíkukennd Indíán- anna og andúð þeirra í minn garð. Kúrekarnir sátu á efsta planka girðingarinnar með slöngvivaðinn um öxl. í hinum enda girðingar- innar börðust 50 hestar um á hæli og hnakka til þess að komast sem lengst frá Indíánunum. Ég spurði Charlie, hvort herra Brown mundi líka koma til okkar. Charlie kipraði saman brúnu aug- un sín og svaraði: „Herra Brown ríða jeppa og búa til hestagirðing- ar, Wapishanamenn ríða hesti.“ Hann var augsýnilega að ráð- leggja mér að fylgja fordæmi herra Browns. Ég greip til ofboðslegrar lygi næstum alveg umhugsunar- laust. „Mikli húsbóndinn í George- town vill, að ég verði vaquero. Hann sagði, að þú værir sá bezti hérna og að þú mundir kenna mér.“ Charlie leit hugsandi á mig. Það hafði augsýnilega kitlað hégóma-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.