Úrval - 01.09.1981, Page 10
8
ÚRVAL
Þeir eru fæddir 1961 og voru ættleiddir hver ísína áttina.
Þeim fannst öllum að ,, eitthvað vantaði'' í tilveruna. í
fyrra fundu þeir hvað það var.
ÞRIBURAR
OG
VISSU ÞAÐ EKKI
— Phyllis Battellc —
OBERT Shafran, 19 ára,
hafði alltaf haft á til-
finningunni að vera sér-
stakur. Hann vissi ekki
hvers vegna þó að hann
hefði greindarvísitöluna 148 og væri
oft niðursokkinn og utan við sig.
Stundum stundi fullorðna fólkið og
sagði: „Bobby, þegar þú varst gerður
voru allar reglur brotnar. ’ ’ Bobby féll
þetta vel, bæði fannst honum þetta
mátulega fyndið og svo samræmdist
það sterkri einstaklingskennd hans.
Samt dreymdi hann síendurtekinn
draum, ,,um krakka sem leit út eins
og ég, talaði eins og ég og gerði allt
eins og ég”. Þegar hann vaknaði upp
af draumnum hafði hann enn sterka
vitund um að vera eitthvað sérstakur.
Á táningsaldri þurfti Bobby að
leita sálfræðings til að reyna að
komast að hvers vegna námsárang-
urinn féll töluvert niður fyrir það sem
verið hafði. Niðurstaðan var að
ástæðunnar væri að leita til þess að
hann var ættleiddur sem ungbarn.
Þessa skýringu tók hann ekki gilda.
Hann vissi að fósturforeldrar hans,
faðir hans var læknir og móðir hans