Úrval - 01.09.1981, Page 35

Úrval - 01.09.1981, Page 35
PABBI TEKUR SÉR BRÚÐl 33 lagleg, dálítið lægri en hann sem var bara 1,52. Honum féll vel fínlegur silfurofinn fatnaður hennar. Mamma þorði ekki að horfa á móti; hún var búin að taka eftir að hann var sköllóttur. En það sem hana furðaði mest á var málfarið. Það var gróft almúgamál, gerólíkt því tungu- máli sem notað var í snjöllum bréfum hans, bréfunum sem hún hafði haft með sér í svartmáluðu skríni sem silki var vafið utan um. Þegar pabbi vék sér að farangrinum hennar gat hún ekki þagað lengur: ,,Ég verð að tala við þig og segja þér allt.” Svo flutti hún ræðuna sem hún hafði undirbúið í tæpt ár. Hún var fljót að því. Hún talaði um mistök sín, niðurlægingu vegna framkomu fólksins og um meðferðina sem saklaus sonur hennar hafði hlotið þess vegna. Pabbi velti því fyrir sér hve lengi hún væri að lagfæra hárið. Hann langaði að horfa á hana greiða það og kom ýfingunni 1 það. Hann langaði að snerta það. Pabbi hlustaði og hugsaði um árin sem hann var einn. Seinna ætlaði hann að segja mömmu frá hinum konunum sínum. En fyrir kraftaverk var mamma hér í raun og veru! Einmitt hér í San Francisco, Kaliforníu í USA! Pabba langaði til að hendast um hafnar- bakkann endilangan og tiHcynna: „Sjáið, allir, hún er hérna! Konan mín, Michi erhérna!” í stað þess sagði hann: ,,Þú veist ekki hve lengi ég hef beðið. ,,Já, þetta var löng sjóferð,” viður- kenndi mamma og hélt ræðu sinni áfram. Hún bjóst við að heyra sagt kuldalega: , ,Vegna ávirðinga þinna verð ég að biðja þig að snúa heim. ’’ En þess í stað glotti pabbi eins og fáviti. Kannski var hann einfeldningur, hugsaði hún. Kannski drukkinn. Nei, hann hafði skrifað henni að hann væri bindindismaður. Hún hélt áfram: ,,Ef þú leyfir mér að vera lofa ég að vinna af dugnaði og trúmennsku.” Hvílíkur kjarkur, hugsaði pabbi með sér. Nú þegar þjáningar hennar virtust vera á enda vogaði hún öllu með því að játa nokkuð sem hafði skeð fyrir átján árum. Það skipti svo litlu máli. „Michi,” sagði hann, „það er alltí lagi. Þú getur verið. Ég vil að þú verðir.” Hann vildi líka senda eftir syni hennar. Hún starði á hann. Hann sagði nafn hennar aftur og aftur, hlýlega og elskulega, og nú notaði hann gælunafnið „Mich- chan”. Pabbi rétti út höndina en ekki til að snerta hana. Mamma missti bæði kvíðann og kjarkinn samtímis. Hún seig saman og laut höfði. Þannig var hún meðan hún barðist við að ná jafnvægi. Þegar hún leit upp var pabbi með tárin í augunum. ★
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.