Úrval - 01.09.1981, Page 35
PABBI TEKUR SÉR BRÚÐl
33
lagleg, dálítið lægri en hann sem var
bara 1,52. Honum féll vel fínlegur
silfurofinn fatnaður hennar.
Mamma þorði ekki að horfa á
móti; hún var búin að taka eftir að
hann var sköllóttur. En það sem hana
furðaði mest á var málfarið. Það var
gróft almúgamál, gerólíkt því tungu-
máli sem notað var í snjöllum bréfum
hans, bréfunum sem hún hafði
haft með sér í svartmáluðu skríni sem
silki var vafið utan um.
Þegar pabbi vék sér að farangrinum
hennar gat hún ekki þagað lengur:
,,Ég verð að tala við þig og segja þér
allt.”
Svo flutti hún ræðuna sem hún
hafði undirbúið í tæpt ár. Hún var
fljót að því. Hún talaði um mistök
sín, niðurlægingu vegna framkomu
fólksins og um meðferðina sem
saklaus sonur hennar hafði hlotið þess
vegna.
Pabbi velti því fyrir sér hve lengi
hún væri að lagfæra hárið. Hann
langaði að horfa á hana greiða það og
kom ýfingunni 1 það. Hann langaði
að snerta það. Pabbi hlustaði og
hugsaði um árin sem hann var einn.
Seinna ætlaði hann að segja mömmu
frá hinum konunum sínum.
En fyrir kraftaverk var mamma hér
í raun og veru! Einmitt hér í San
Francisco, Kaliforníu í USA! Pabba
langaði til að hendast um hafnar-
bakkann endilangan og tiHcynna:
„Sjáið, allir, hún er hérna! Konan
mín, Michi erhérna!”
í stað þess sagði hann: ,,Þú veist
ekki hve lengi ég hef beðið.
,,Já, þetta var löng sjóferð,” viður-
kenndi mamma og hélt ræðu sinni
áfram. Hún bjóst við að heyra sagt
kuldalega: , ,Vegna ávirðinga þinna verð
ég að biðja þig að snúa heim. ’’ En þess í
stað glotti pabbi eins og fáviti.
Kannski var hann einfeldningur,
hugsaði hún. Kannski drukkinn.
Nei, hann hafði skrifað henni að
hann væri bindindismaður.
Hún hélt áfram: ,,Ef þú leyfir mér
að vera lofa ég að vinna af dugnaði og
trúmennsku.”
Hvílíkur kjarkur, hugsaði pabbi
með sér. Nú þegar þjáningar hennar
virtust vera á enda vogaði hún öllu
með því að játa nokkuð sem hafði
skeð fyrir átján árum. Það skipti svo
litlu máli.
„Michi,” sagði hann, „það er alltí
lagi. Þú getur verið. Ég vil að þú
verðir.” Hann vildi líka senda eftir
syni hennar.
Hún starði á hann.
Hann sagði nafn hennar aftur og
aftur, hlýlega og elskulega, og nú
notaði hann gælunafnið „Mich-
chan”. Pabbi rétti út höndina en
ekki til að snerta hana.
Mamma missti bæði kvíðann og
kjarkinn samtímis. Hún seig saman
og laut höfði. Þannig var hún meðan
hún barðist við að ná jafnvægi. Þegar
hún leit upp var pabbi með tárin í
augunum. ★