Úrval - 01.09.1981, Page 47
ÍMIÐJUM FELLIB YLNUM
45
Á lofti!
Kl. 2 aðfaranótt miðvikudags reis
skútan efst upp á topp risaöldu og fór
aftur á hliðina. Gittelman var dauð-
þreyttur af margra tíma baráttu við
storminn og hann missti tökin á stýr-
inu, hrasaði og féll fyrir borð enda
fannst honum eins og risahnefi hefði
lent á sér af öllu afli. öryggislínan
dró hann strax að bátnum og þar
barðist hann fyrir lífi og lofti við
reiðan sjó.
Harvey og Munroe sáu Gittelman
falla fyrir borð. Meðan Princess var að
reyna að rétta sig skriðu þeir eftir þil-
farinu að stefninu og líflínu Gittel-
mans. Þumlung fyrir þumlung drógu
þeir vin sinn nær bátnum. Loks tókst
þeim að koma honum fyrir á þilfar-
inu og leggja hann flatan á brúargólf-
ið. Eftir smástund settist Gittelman
upp og tók um herðar Munroes
,,Mike,” sagði hann, ,,nú er ég
hræddur.”
Gittelman stóð aftur undir stýri en
nú fann hann að Princess var tekin að
þreytast. Þegar hún rann á hliðinni
niður aðra risaöldu kom snögg hviða,
töluvert meira en 300 kilómetrar á
klukkustund, og 30 tonna skútan
lyftist af sjónum. Guð minn góður,
við fljúguml hugsaði Gittelman. Við
höfum tekist á loft!
í káetunni hentist Doc St. Clair á
skilrúmið um leið og skútan datt
aftur niður í sjóinn. Vatnsflaumurinn
inn um brotið kýraugað sýndi honum
að nú væri úti um skútuna. Hann
dróst að útvarpinu og kallaði