Úrval - 01.09.1981, Side 50

Úrval - 01.09.1981, Side 50
48 ÚRVAL setti eitt ljósið, sem minnti á vindil, í byssuna og skaut upp til himins. Það heyrðist lág sprenging en skömmu seinna sáust rauðir glampar um næt- urhimininn. Skipið hélt sinni stefnu og sigldi í sömu stefnu og þá rak í en í alltof mikilli fjarlægð. St. Clair skaut öllum merkj askotunum. Loks sagði Harvey. ,,Ég held . . . það hægir á sér . . . Skipið er að snúa við!” Tuttugu mínútum seinna kom geisli leitarljóssins og féll á fjóra þrek- aða menn í litlum báti. Þeir sáu nafn skipsins í bjarma ljóssins: Jastella. Norskt olíuskip sem hafði hrakið af leið sinni í fellibylnum flutti menn- ina fjóra á sjúkrahús á bresku eyjunni Cayman Brac. Doc St. Clair var með tvö brotin rif, Mike Munroe með blæðandi magasár og allir fjórir þurftu að hvíla sig og borða vel. Þeir komust að því, áður en þeir fóru af spítalanum, að fellibylurinn Allen var annar sterkasti fellibylur, sem nokkru sinni hefur mælst á Atlantshafi. Hann olli meira en 300 milljóna dala skaða í Karabíska haf- inu og Mexíkóflóa og 236 menn létu lífið. En einhvern veginn tókst fjórum mönnum í smábát að lifa af eyðileggingarmátt náttúruaflanna. ★ Þegar Vladimir Horowitz hélt konsert í maí 1965, eftir 12 ára hlé, bannaði hann að nokkur talaði við hann, hvorki rétt fyrir konsertinn né strax eftir hann. Þessi ákvörðun átti rætur að rekja til þess tíma er hann fyrst kom fram í Ameríku, þá 24 ára gamall. ,,Það lá mikil spenna í loftinu og ég var hræddur,’ ’ segir hann. ,,En konsertinn virtist ganga vel. Áheyrendur vom mjög hlýir og ég varð að hneigja mig aftur og aftur og taka aukalög. Að lokum komst ég í herbergið mitt og lokaði að mér. Framkvæmdastjórinn minn kom þá og sagði að starfsbræður mínir biðu eftir að sjá mig — Hoffmann, Rachmaninoff, Lhevinne, Roshenthal — en það besta væri að þar væri gamall maður frá heima- héraði mínu í Rússlandi sem greinilega hefði hrifist mjög af leik mínum. Ég lét leiða hann inn. Með tárin í augunum sagði gamli maðurinn: ,,Þú verður að halda áfram að leika eins og í dag. Allir þeir stóru eru hérna fyrir framan og vilja hitt þig! Hoffmann — vegna þess að honum féll ekki hvemig þú lékst Chopin og Rachmaninoff hatar g-moll Prelódíuna og Roshenthal var óánægður með Brahms. En þú mátt ekki breyta neinu. Haltu áfram að leika eins og þú gerir! ” — s. S.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.