Úrval - 01.09.1981, Page 60
58
URVAL
Sagnfræðistofnun Vísindaakademíu Tajik á einstætt safn
um 300 áletraðra steina. Grundvöllurinn aðþví var lagð-
urfyrir 27 árum ogþað var ekkiaf neinni tilviljun.
STEINA-
,,BÖKASAFN”
— JuríTsemmel —
V’/ vV \T/\V
VKVK/N/.n
*
-:ic-
*
*
EGAR Tsæreddin Mú-
hammed Babúr (1483—
1530), ættfaðir Stór-
mógúl konungsættarinn-
ar og stjórnandi Indlands
*****
og Uzbekistan, faldi sig fyrir óvinum
sínum í afskekktu fjallavígi í Tajikist-
an, hjó hann nafn sitt í stein. Hann
getur um þetta í Babúr-namej (Bók-
inni um Babúr) sem síðar varð ódauð-
leg og telst meðal gersema austur-
lenskra bókmennta.
Þessi tilvísun vakti forvitni Akjror
Múkjtarov, ungs stúdents við fram-
haldsnám er fékkst við rannsóknir á
fornum handritum. ,, Skyldi vera
hægt að finna steininn?” hugsaði
hann með sér.
Með hjálp bókarinnar og fleiri
handrita rakti Múkjtarov mjög ná-
kvæmlega lífsferil Babúrs. Síðan hélt
hann til upptökukvísla Tseravsjan í
Mið-Tajikistan og náði að lokum,
með því að feta bratta og torsótta
stigu, til þeirra staða sem lýst er mjög
greinilega í Babúr-namej. Hér rættist
draumur hans: Vísindamaðurinn
fann einu eiginhandaráletrun Babúrs
sem þekkt er allt til þessa dags. A
steininn hafði fyrsti Stór-mógúllinn