Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 65

Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 65
SAGA GAGARÍNS 63 uð geimfarið og reiknuðuð út braut þess um jörðu. En hvernig fóruð þið að því að „hanna” geimfarann ykkar, þennan Kólumbus alheims- ins?” Og fréttaritarinn hélt áfram og taldi á fingrum sér eiginleika fyrsta geimfarans: ,,Laglegur, gáfaður, aðlaðandi, traustvekjandi, menntaður, hug- rakkur, íþróttamaður, flugstjóri, ber konunglegt nafn og á að baki sígildan æviferil rauðliða.” Flestar þessara athugasemda voru hárréttar. Hvað varðar „konunglegt nafn” og „sígildan rauðliðaæviferil’’ hefur geimfarinn sjálfur sagt sögu sína í bók sinni, Leiðin til stjarnanna, en kaflar úr henni fara hér á eftir. Júrí Gagarín segir sögu sína Ég var fæddur í alþýðufjölskyldu. Foreldrar mínir voru óbrotið rúss- neskt fólk. Faðir minn, Alexei ívanó- vitsj Gagarín, var sonur fátæks bónda í Smolenskhéraði. Öll sú menntun sem hann fékk var tveggja ára nám í sveitaskólanum. Þó var hann alltaf sólginn í að læra og lagði sig fram um að sjálfmennta sig. í þorpinu okkar, Klúsjtna, sem er skammt frá borginni Gdsjatsk, var hann þekktur sem þús- undþjala smiður. Hann gat unnið öll bústörf en frekast kaus hann að starfa sem trésmiður. Ég man enn gulleitar hefilspónalengjur er eins og hvirfluðust umhverfis stórar vinnu- heldur hans. Ég get enn þekkt hinar ýmsu viðartegundir á lyktinni: sæt- ilmandi hlyn, beiska eik og þung- mettaða fuðu sem faðir minn smíðaði úr alls konar nytsamlega hluti. Líkt og faðir minn hlaut móðir mín ekki menntun á sínum yngri árum. Hún hafði þó lesið mikið og vissi margt. Hún átti alltaf svar á reiðum höndum við endalausum spurning- um barnanna. Við vorum fjögur syst- kinin: Eldri bróðir minn, Valenrín, var fæddur 1924, systir mín, Tsoja, var þrem árum yngri, þá ég, og yngri bróðir minn, Boris, var yngstur. Ég fæddist 9. mars 1934. Foreldrar mínir unnu á samyrkjubúi (kolkjots), faðir minn sem smiður og móðir mín starfaði við mjólkurbúið. I fjölskyldu minni voru orð föður míns lög. Hann var strangur en rétt- látur og hann kenndi okkur börnun- um okkar fyrstu lexíu í aga, að bera virðingu fyrir þeim sem voru okkur eldri, svo og fyrir vinnunni. Hann ógnaði okkur aldrei, æpti aldrei á okkur né sló okkur og hann hrósaði okkur heldur aldrei eða lét vel að okkur nema rík ástæða væri til. Þótt hann spillti okkur ekki með eftirlæti fór hann nærri um óskir okkar . . . Faðir minn átti bróður, Pavel ívanóvitsj. Um þetta leyti var hann aðstoðarmaður við dýralækningar. Það var mikil hátíð hjá okkur börnun- um þegar Pavel frændi kom og heimsótti okkur og gisti hjá okkur nótt. Við bjuggum okkur upp rúm utandyra í heyinu við hlið hans og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.