Úrval - 01.09.1981, Side 70

Úrval - 01.09.1981, Side 70
68 ÚRVAL Rödd mln var glaðleg, er ég svar- aði, en með sjálfum mér hugsaði ég: Eru það raunverulega aðeins 70 sekúndur? Sekúndurnar virtust eins og mínútur . . . Þegar geimfarið hafði lagt að baki þéttari iög andrúmsloftsins voru hlíf- ar geimfarsins losaðar sjálfvirkt og svifu burt. Yfirborð jarðar kom í ljós í fjarska í gegnum klefagluggana. Ein- mitt í því var Vostok að fljúga yfir breitt fljót í Síberíu. Ég sá greinilega sólroðann, skógi vaxnar eyjar og fljótsbakkana. „Stórkostlegt!” hrópaði ég ósjálf- rátt en þagnaði skjótt. Hlutverk mitt var að senda upplýsingar um flugið en ekki að dást að náttúrufegurðinni, og það því fremur sem jörðin var aftur aðkallaámig. ,,Ég heyri greinilega til þín,” svar- aði ég. ,,Mér lfður vel. Flugið gengur eðlilega. Þyngdaraflið fer vaxandi. ’ ’ Þyngdaraflið jókst vissulega en ég vandist því smám saman. Þrep eldflaugarinnar losnuðu frá eitt af öðru eftir því sem eldsneyti þeirra þraut og sú stund rann upp að ég gat tilkynnt: „Burðareldflaugin er losnuð frá í samræmi við áætlun. ’ ’ Geimfarið fór á braut um jörðu og nú var ég í þyngdarlausu ástandi en um það hafði ég lesið í bókum eftir Konstantín Tsíolkovskí þegar ég var drengur. Sjálfvirkt stýrikerfi var sett í gang kl. 9.51. Eftir að Vostok kom úr skugganum sneri sérstakur búnaður geimfarinu mót sólu. Geislar hennar brutust gegnum andrúmsloft jarðar, sjóndeildarhringurinn logaði skær- rauður en smám saman breyttist hann yfir í alla regnbogans liti: ljósblátt, blátt, fjólublátt, dimmblátt. Orð geta ekki lýst þessu litaspili. Það minnti mig á olíumálverk eftir lista- manninn Nikolaf Róerits. Ég fann hvorki til hungurs né þorsta meðan á fluginu stóð. En á ákveðn- um tíma í samræmi við flugáætlunina mataðist ég og drakk vatn úr sérstöku vatnskerfi. Ég borðaði, alveg eins og ég gerði á jörðinni, og einu örðug- leikarnir voru þeir að ég gat ekki opn- að munninn nema lítið. Klukkan 10.15, er geimfarið var að nálgast Afríku, gaf hinn sjálfvirki stjórnbúnaður fyrirskipun um að búa tæki geimfarsins undir að setja í gang hemlunareldflaugar. Hemlakerfið var sett sjálfvirkt í gang kl. 10.25. Geimfarið hélt nú inn í þéttari lög andrúmsloftsins. Ytra byrði þess varð skjótt rauðgló- andi og gegnum kýraugun sá ég ugg- vænlega rauða endurspeglun loganna er léku allt umhverfís geimfarið. En inni í klefanum var aðeins tuttugu stiga hiti. Geimfarið lækkaði sig meira og meira. Tíu þúsund metrar. Níu þús- und. Átta. Sjö. Þá fór fallhlífarkerfið ígang. Klukkan 10.55 hafði Vostok lokið hringför sinni á braut umhverfis jörðu og lenti heilu og höldnu á fyrir- fram ákveðnu svæði, á akri suðvestur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.