Úrval - 01.09.1981, Side 91

Úrval - 01.09.1981, Side 91
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR 89 girnast sífellt fleiri jarðneskar eigur,” sagði hann og benti á fínu fötin drengsins, rauða gúmmíboltann hans og mjúku leðurstígvélin sem stóðu þar sem vatnið náði ekki til þeirra. „Hvers vegna klæðirðu hann svona dýrt og hleður á hann svona mörgum gjöfum, Elsa? Hún starði á hann undrandi og gat aðeins svarað því sem henni þótti svo augljóst: ,,Nú — hvað — af því hann erjimmy,” sagði hún. Honum féllust hendur frammi fyrir þessum einfalda sannleika sem kom beint frá hjartanu. Samt hélt hann áfram eftir stundarkorn: Með því að ala hann upp í svona fínheitum, áttu á hættu að hann fari að skammast sín fyrir þig og Winnie og Thaddeus svo þú tapar honum fyrr en ella. I gamla daga varstu svo ánægð með það sem þú hafðir, Elsa. Nú færðu aldrei nóg. Getur þú ekki verið svolítið líkari því sem þú varst? Gætir þú ekki alið drenginn þinn upp í meiri einfaldleika? ’ ’ En Elsa skildi ekki. Eins mikið og hún hafði lagt á sig, hvað hafði hún þá gert rangt? Þar að auki var einhver mótsögn I orðum prestsins um það að hún hefði skyldur gagnvart fram- tíðinni og ósk hans um að hún léti sér lynda það sem hún hefði. Yfir íaðra veröld Sá skuggi sem féll á líf Elsu þennan bjarta sumardag við Koksoakána hvarf aldrei alveg. Þegar þýðing orða prestsins fór raunverulega að renna upp fyrir henni varð hún innilokuð og fálát og þar sem hún var öfga- kennd að eðlisfari gekk hún jafnvel enn lengra en áður. Hún taldi sér trú um að hún yrði að gerbylta uppeldis- aðferðum sínum við drenginn. Hvítu mennirnir voru sannarlega vísir til að taka hann frá henni ein- hvern daginn — því fremur sem hann var einn af þeim og henni hafði aldrei fundist að hún ætti hann til fullnustu. Þess vegna varð hún að flýja. Rétt eins og ísinn myndast á haustin án þess að augað greini nákvæmlega hvenær, fyrr en vatnið hefur verið brúað, kom ákvörðunin um að fara burtu henni á óvart, birtist henni bara einn daginn, föst og ákveðin. Að fara burtu? Fyrir henni gat það aðeins þýtt eitt, að snúa aftur til hins gamla Fort Chimo — eskimóa- þorpsins þar sem hún fæddist. Það var hinum megin við Koksoak og annar heimur. Hún spurði föður sinn, en þó einkum Thaddeus gamla, hvernig þar hefði verið í gamla daga. ,,Þar var blessaður friður, barnið mitt,” svaraði afi hennar og tálgaði ótrauður lítið dýr úr sandsteini. „Skipið frá Hudsonflóafélaginu kom einu sinni á ári með birgðir. Svo sáum við ekki sálu fyrr en næsta skip kom. Þeir segja núna að félagið hafi hagnýtt sér okkur. Það er einhliða sjónarmið. Félagið keypti af okkur skinnin og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.