Úrval - 01.09.1981, Page 92

Úrval - 01.09.1981, Page 92
90 ÚRVAL við keyptum eiginlega ekkert af því nema nauðsynjar. Hveiti til dæmis — guðsgjöf. Frá því við kynntumst því gátum við ekki verið án þess. Og te. Hve endurnærandi það var á ferðum okkar um kuldann mikla! Frá fyrsta sopa breiddist ylurinn allt inn í djúp sálar okkar og líkama. Það sem spillti lífi okkar var stríðið mikla handan við hafíð. Ameríka tók þátt í því og gerði flugvöll hérna og stöð til að hlusta á — ja, við vitum ekki hvað. Ungu mennirnir okkar voru keyptir til að vinna við amerísku vélarnar hér. Svo fluttist verslun Hudsonflóafélagsins líka hingað, yfír ána frá gamla Fort Chimo. Hvað gátum við gert? Við fylgdum versluninni. Saga eskimóa og saga félagsins er ein og hin sama. ’ ’ ,,Samt,” sagði Elsa, ,,var sumt af fólkinu okkar kyrrt í gamla Fort Chimo.” ,,Já. Refurinn er þar, sá villtasti og slóttugasti sem til er. Þar eru Ebeneser og konan hans. Þar er Ian frændi þinn . . . Stundum segi ég við sjálfan mig að ég vildi vera í hans sporum — Hann þarf ekki að standa neinum reikningsskil gerða sinna. Hann er sem fálki á kletti. ’ ’ Eitt kvöld greip Winnie fram í: ,,Þú og þínir gömlu, góðu dagar!” hreytti hún út úr sér við Thaddeus. „Veist þú að tvö börn af hverjum þremur dóu þarna fyrir handan á fyrstu mánuðum ævi sinnar? Ég man svei mér ekki lengur hve mörg ég missti. Farðu bara og gáðu í kirkju- garðinum þarna fyrir handan. Margir sem þar hvíla dóu rétt um fímmtugt. Ö, já, þessir gömlu, góðu dagar! Að svo mæltu gaf gamla konan Jimmy bendingu svo lítið bar á svo hún gæti laumað að honum góðgæti án þess að Elsa sæi. Winnie tróð í hann sælgæti frá morgni til kvölds. Ef ekki væri þessi dóttursonur, sem Winnie dýrkaði, hefði hún verið því fegin að Elsa færi — þessi ómögulega stúlka sem ekki gat unað við það einn daginn hvað þróunin var hægfara en næsta dag vildi hún hverfa algerlega aftur til þess sem var. Sumarið leið. En næsta ár, eftir að snjóinn tók upp og fúglarnir komu aftur, ákvað Elsa að fara. Thaddeus, Winnie, nokkrir nágrannar og nokkrir hundar fylgdu þeim á leið. Arcibald ætlaði að flytja þau yfír ána í bátnum sínum. Vélin tók við sér. Það fór kippur um bátinn en svo skaust hann áfram og áður en langt um leið var ströndin aðeins depill á vatns- skorpunni — þvf hér, þar sem Koksoak rennur út í Ungavaflóann, er hún breitt lón með þungum straumköstum. Jimmy ljómaði af ánægju. Hann naut þess að fínna hraðann og gustinn af hraðanum. Tvisvar drap vélin á sér og þau rak nokkurn spöl áður en Archibald kom henni í gang aftur. Það var því mjög liðið á daginn þegar þau tóku land í hljóðri og eyði- legri vxk. í augum Archibalds var þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.