Úrval - 01.09.1981, Page 96

Úrval - 01.09.1981, Page 96
94 ÚRVAL uppáhalds hundunum sínum, Gjamma og Vindi, með hrópum. Hann fór einn í þykjustu langferðir. Það var bítandi kalt en litla andlitið, að mestu falið í skinnhettunni, ljómaði af lífsgleði. En einmitt það að lifa svo fábrotnu lífi krafðist sífelldrar iðni. Ian fór á dýraveiðar hvern dag og vitjaði gildr- anna sinna. Elsa var í sífelldri leit á ströndinni að rekaviði í eldinn. í kofanum voru til bækur. Fyrrver- andi fulltrúi Hudsonflóafélagsins hafði gefið Ian þær fyrir löngu. Nú, þegar ekkert sérstakt var að gera — á kvöldin eða þegar óveður geisuðu — fór Elsa að lesa sögurnar í bókunum upphátt. Ekki leið á löngu þar til hana fór að muna jafnvel meira í bækurnar en bíóin áður í nýja Fort Chimo. Eitt kvöldið þegar hún þagnaði til að hugsa um það sem hún hafði verið að lesa sá hún athyglina á andliti Jimmys við skímuna frá olíulamp- anum. Hann vildi fá fleiri sögur, alltaf fleiri sögur. Elsa ákvað að kenna honum að lesa. Nú leið ekki svo kvöld að ekki væri hreinsað af trékassanum, sem notaður var fyrir borð, og lampinn settur á miðjan kassann. Drengurinn lærði að krota nafnið sitt með meitli á mjúkan stein: Jimmy Kumachuk. Honum þótti gaman að sjá það skrifað og rak út úr sér tungubroddinn af hrifningu. En Elsu þótti ekki gott að hann hafði ekkert að skrifa á nema stein. Pappír, pappír! Ian tók því illa til að byrja með. ,,! dag pappír. Hvað á morgun? Þar fyrir utan: steinn er betri.” ,,Þú getur ekki sent stein í pósti eins og bréf,” sagði Elsa. ,,Hefur nokkurn tíma nokkur prófað?” svaraði Ian stuttaralega. Loks hét hann því að þegar hann færi yfir ána að sækja nauðsynlegar vistir skyldi hann fá dálítinn pappír. ,,Og blýanta,” bætti Elsa við. Ian svaraði fáu einu. Það lá í hlut- arins eðli að á pappír þurfti blýanta. Loks varð ísinn á Koksoak mann- gengur. Ian lagði á hundana og sagði Elsu að hann ætiaði til nýja Fort Chimo til að selja sútuðu skinnin sín og ná í ársvistirnar. Langaði hana með? Vildi hún ekki bara vera kyrr? Hún afþakkaði ferðina með höfuðhneigingu og skildi að hann óttaðist að ef hún færi með kynni hún að vera ófús að snúa aftur til gamla Fort Chimo. ÞETTA SUMAR VAR óvenju gott. Svo fór aftur að koma næturfrost. Einn daginn þegar Elsa var með Jimmy uppi á hæðinni, þar sem sást yfir Koksoak, sá hún bát leggja frá landi hinum megin og stefna yfir til þeirra. Loks þekkti Elsa að þetta var lögreglubáturinn. Hjartað í henni tók kipp þegar hún minntist þess að lögreglumaðurinn var Roch Beaulieu, góður og vingjarnlegur eiginmaður Madame Beaulieu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.