Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 98

Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 98
96 ÚRVAL HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR 97 veturinn okkur til hjálpar, þætti mér gaman að sjá þá ná okkur. Bara ef það snjóar er okkur borgið.” Svo fór fullorðna fólkið að tala um vistir — te, sykur, hveiti, skotfæri, eldspýtur . Næsta dag snjóaði mikið. Ian var ánægjulegur í fasi og önnum kafinn við undirbúning. Miklu af frosnu kjöti og fiski var pakkað saman. Fæðan handa hundunum, harðfrosnir fiskstrimlar, var bundin á sleðana. Og loks, á björtum, ísköldum morgni, lögðu þau af stað, og það var fagnaðarhreimur í gelti hundanna. Ekkert sást af Jimmy, sem lá grafínn í skinn neðst á sleðanum, annað en brosandi augun. Við og við skóf vindurinn fíngerða snjómekki sem sólin glitraði í. Nokkur skref aftan við sleðann hljóp Ian á þrúgum og var óþreytandi. Þau héldu upp frá ánni inn á flata og endalausa hvíta sléttu. Hér var auðnin I algleymingi og ekki einu sinni sinu brúskur stóð upp úr fönn- inni. Þetta var túndra, sagði Ian, hið raunverulega land eskimóanna, og hann sagði þetta með væntumþykju I röddinni. Rétt eftir að sólin gekk til viðar, sem var snemma um þetta leyti, ákvað Ian að nema staðar. Það var nístingskalt og ekkert nema auðn og eyðileiki á allar hliðar. Ian frændi tók upp blaðbreiða sveðju og hjó stóra, jafna snjóköggla. Elsa hjálpaði honum að raða þeim saman og ekki leið á löngu áður en lítið og lágt hús tók á sig mynd fyrir augum Jimmys. Hann var með undrunarhrukku á enni og ánægjubros á vör. Hann horfði með athygli á snjóhúsið eins og það væri honum ráðgáta hvernig stóð á þessu snjóhúsi þarna sem hann hafði þó séð hlaðið. Þau skriðu inn um lágar dyrnar. Olíulampanum var komið fyrir og hann varpaði gullleitum bjarma á þetta hvíta hús að innan. Elsa breiddi úr skinnunum til að búa til mjúk, hlý ból, og ekki leið á löngu þar til suðan var komin upp á vatninu í teið. Elsa og Ian frændi hlógu lengi að því hve Jimmy var heillaður af því sem var ekki annað en daglegt líf I gamla daga. Samt hlýtur fögnuður hans að hafa minnt þau á þeirra eigin bernsku því svo þröngt sem var um þau störðu þau lengi út í bláinn eins og draumarnir hefðu þau á valdi sínu. Úti fyrir tók að hvessa. Vindurinn hvein utan við litla snjóhúsið. Veður- hljóðið jók hlýleika- og öryggis- kenndina yflr því að vera þarna með fólki sem hann treysti. Um hádegi þriðja daginn tók athygli Jimmys að verða óskýrari og hann fann til í hálsinum. Stundum sýndist honum maðurinn sem hljóp með sleðanum verða stór og svartur eins og klettur. Öðrum stundum vissi hann ekki lengur hvað hló illgirnis- lega í eyrum hans — hvort það var óbeislaður stormurinn eða Ian frændi. Mamma hans lagði lófann á enni hans og sagði: , ,Hann er með hita. Andlit frændans varð hörkulegt. ,,Þá flýtum við okkur til strandar- innar. Og ef þörf krefur höldum við áfram yfir til Baffinseyjar. Þau áðu og héldu áfram. Stundum opnaði Jimmy augun og lá á sleðan- um, sem rann ljúflega áfram, eða þá hann lá í enn nýjum snjókofa og mamma hans var að reyna að mata hann á tei. Hann reyndi hvað eftir annað að ýta frá sér öllum skinnunum sem hún hlóð á hann. Öðrum stundum lá hann grafkyrr og eins og dáleiddur af gulu lampaljósinu sem lék um hvíta snjóhvelfínguna að innanverðu. Eina nóttina vaknaði hann og heyrði móður sína og frænda deila. ,,Við verðum að snúa við,” sagði hún. ,,Það er fásinna að láta sér detta í hug að halda áfram.” Og hún auðmýkti sig með því að þrábiðja Ian frænda að snúa við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.