Úrval - 01.09.1981, Page 102

Úrval - 01.09.1981, Page 102
100 URVAL (eskimóabúningnum hafði verið hent), og settist svo að vinnu. Næstu árin gerði hún litlar myndir úr ull eða selskinnum: smádýrin á túndrunni, brúður með þéttar fléttur, rjóðar kinnar og glaðleg andlit, svo þúsund- um skipti. Hudsonflóafélagið keypti þær til að selja á fjarlægum stöðum. Hún gerði lfka úlpur úr þykkum teppum Hudsonflóafélagsins og henni var sagt að þær væru ákaflega eftirsóttarí Bandaríkjunum. Hún hafði góðar tekjur en hver lítil breyting kallaði á tíu aðrar. Og nú þegar Jimmy umgekkst nær eingöngu hvít börn vildi hann borða eins og þau — ekkert nema hamborgara og hvítt brauð í sneiðum. Allt kom þetta eins og annað í flugvélum og kostaði einhver ósköp. Þar að auki var hann sífellt að biðja um peninga til að kaupa sér tyggigúmmí og skrípablöð. Heimilið þeirra varð fallegt og vist- legt en svo hreint og fágað að aðrir eskimóar gátu ekki afborið að vera þar nema fáar mínútur. Stundum komu þeir við á leið í búðina eða úr henni, lituðust um með forvitnií svip en ekki leið á löngu þar til Elsa sá þreytuna á andlitum þeirra og löngunina til að vera annars staðar. En hún hafði Jimmy út af fyrir sig á næstum hverju kvöldi. Þá var hún svo sannfærð um að hún væri á rétti leið. Jimmy lagði opnar bækurnar sínar á borðið með nýþvegnum vaxdúk og hóf heimavinnuna sfna. Þegar hann bað hana að hjálpa sér með staf- setninguna, og hún fann að hún gat það ennþá, ljómaði hún af hamingju. Og þegar hann var loksins sofnaður horfði hún á hann, andlitið svo slétt og saklaust, og mundi ekki lengur hve duttlungafullur og frekur hann hafði verið um daginn. Þegar hann var ellefu ára keypti hún handa honum reiðhjól svo hann stæði jafnfætis leikfélögum sínum — Bob og Jules — sonum fulltrúanna sem sáu um málefni minnihluta- hópa, og John og Alister, sonum verslunarstjóra Hudsonflóafélagsins. Þeir klingdu bjöllunum og þeystu fram og aftur eftir gamla setuliðs- veginum sem nú var næstum orðinn að engu. Þegar vel lá á Jimmy veifaði hann til Elsu þegar hann fór fram hjá húsinu þeirra og hrópaði: ,,Hæ!” Ekki þurfti meira til að senda hiýtt ánægjublðð fram í útstæð kinnbeinin og hún hélt áfram við brúðurnar sínar með endurnýjuðum þrótti. Winnie dó um haustið. Hún fannst i sandinum þar sem hún hallaði sér upp að ryðgaðri olíutunnu með sígarettustubb milli varanna og augun vissu út á Koksoak, eins og þau höfðu svo löngum gert í lífinu. Archibald var farinn fyrir nokkrum árum. Hann hafði ráðið sig til Frobisherflóa til að lappa upp á bilaðar flugvélar. Fyrir Elsu var útför Winnie tæki- færi til að vígja nýja, rósótta kjólinn sem hún hafði saumað sér eftir mynd í verðlista frá póstverslun. Hún var líka á hælahálum skóm og á kollinum var hún með einn af litlu, skrýtnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.