Úrval - 01.09.1981, Page 114
112
ÚRVAL
Þetta er glugginn í kapellunni í
Vence. Litirnir eru algjör and-
stæða svartra og hvítra lita kap-
ellunnar. Myndin er í einkaeign.
Hún erfrá 1948.
Klippimyndir Matisse vöktu at-
hygli á listasýningum sem haldnar
voru í París, Bern, Stokkhólmi, New
York og öðrum borgum á árunum
eftir 1950. Með klippimyndunum
hafði Matisse ,,fundið einfaldasta og
um leið beinasta tjáningarmáta
sinn’ ’.
Matisse bjó til alls um 300 klippi-
myndir, mismunandi stórar. Sumar
voru á stærð við stóra bók, svo sem
eins og þær sem voru í Jazz, og allt
upp í herbergisstærð en sem dæmi
um svo stórar myndir má nefna Páfa-
gaukinn og hafmeyjuna. Stærsta safn
myndanna er samankomið í National
Gallery í Washington D.C.
,, TEIKNAÐ ’ ’ MEÐ SKÆR UM
113
Páfagaukurinn og hafmeyjan,
1952. Matisse sagði um þessa
miklu veggmynd: „Þar sem ég
neyðist til þess að liggja í rúminu
sökum lasleika míns hef ég skap-
að mér lítinn garð umhverfis
mig." Stedelijk Museum í
Amsterdam.
Tveir dansarar, 1937—1938. Hug-
mynd að tjöldum fyrir ballettinn
Rouge et Noir. Klippimynd á
pappa og teiknibólurnar sjást
meira að segja á myndinni.
Myndin er í einkaeign.