Úrval - 01.09.1981, Page 118
116
URVAL
mannsins sem kannski liggur að baki
kossaþörfinni.
• Ungbörn njóta í gegnum munn-
inn. I nokkurs konar tilraun til að
komast á það stig aftur kann fullorðið
fólk vel við að finna eitthvað mjúkt
með vörunum — og þess vegna kyssir
það.
Að snúa vanganum að
Að heilsast með kossi er ekkert
nýtt. I fornöld kysstu bæði gyðingar,
Grikkir og Rómverjar ættingja sína,
vini og kunningja á vangann þegar
þeir hittust. Rómverjar létu það þó
ekki duga, þeir kysstu líka slátrarann,
bakarann og kertasteyparann. Og
þegar veldi Rómverja óx breiddist
kossinn út.
Fyrir 500 árum kysstu Englending-
ar alla sem þeir náðu til en í lok 17.
aldar varð kossinn að víkja fyrir bugti
og beygingum ásamt hattasveiflum.
Sumir halda fram að sjúkdómsfarald-
urinn mikli sem gekk í London 1665
eigi sinn þátt í undanhaldi kossanna.
Stéttvísikoss
í Grikklandi hinu forna kyssti al-
múgafólkið yfirboðara sína á hönd-
ina, brjóst eða hné. Rómverskir keis-
arar létu aðalsmenn kyssa sig á hönd-
ina; almúgamaðurinn kyssti hné
þeirra. Afríkubúar kysstu jörðina sem
höfðingi þeirra gekk á.
Á miðöldum varð kossinn eins
konar aðferð til að láta í ljós hvar í
stétt fólk var. Hvar maður kyssti við-
komandi sýndi virðingu fyrir viðkom-
andi. Fólk af sömu stétt gat maður
kysst á munninn en ef maður kyssti
trúarleiðtoga eða stjórnmálamann af
miðstétt kyssti maður á höndina, ef
hann var hærra settur kyssti maður
klæðafald hans og ef um einvald var
að ræða kyssti maður fót hans eða
jörðina sem hann gekk á.
Hreinlífiskoss
Á miðöldum var hægt að dæma
konu fyrir ótryggð ef hún kyssti ein-
hvern annan en sinn ektamann. Á
okkar dögum hefur kvikmyndaeftirlit
í fjölmörgum löndum ákvarðað lengd
kossa á hvíta tjaldinu. Um aldamótiri
mátti lesa í siðareglubók að það að
kyssast í viðurvist annarra — jafnvel
þótt um trúlofað par væri að ræða —
,,væri vítavert athæfi sem alls ekki
ætti að líðast’ ’.
Kyssið allt
Það er ekki bara fólk sem við kyss-
um. Fjárhættuspilarar kyssa tening-
ana í von um vinning. Af sömu
ástæðu kyssir fólk happdrættismiða. í