Úrval - 01.09.1981, Page 119
AÐ KYSSA EDA KYSSA EKKl
117
Balarneyhöll á írlandi er steinn einn.
Sagan segir að sá sem kyssi hann öðl-
ist málsnilld — ferðamenn gera það
aðallega vegna þess að það stendur í
ferðapésunum. Lítil börn kyssa brúð-
urnar sínar, sumir kyssa gæludýrin
sín, katólikkar kyssa perlurnar á
talnabandinu og hring biskupsins,
gyðingar kyssa mesúsuna, bænasjalið
og bænabókina. Hrærðir föðurlands-
vinir og taugaóstyrkir flugfarþegar
kyssa jörðina.
Viðurkenningarkoss
Mest kyssta persóna sögunnar er
kannski Hobson flokksforingi sem var
uppi í spánsk-ameríska stríðinu 1898.
I veislu sem haldin var honum til
heiðurs í Chicago kysstu tvær ungar
stúlkur hann á kinnina. Aðrar konur,
sem viðstaddar vom, fundu sig
knúðar til að gera hið sama — 180
kysstu hann á 35 mínútum. Flokks-
foringinn heimsótti marga aðra bæi
og var alls staðar kysstur. Blöðin
höfðu tölu á kossunum og komust
upp í 10.000 kossa. Sælgætisverk-
smiðja ein sendi á markaðinn kara-
mellur sem hétu Hobsonskoss.
í kvikmyndinni Nú ertu t stríðinu
kyssast Regis Toomey ogjane Wyman
í 18 sekúndur sem samkvæmt heims-
metabók Guinness er „lengsti mara-
þonkoss kvikmyndasögunnar”. í
kossakeppni í S-Afríku afrekuðu Inge
Ordendaal og Billy van der West-
huizen að kyssast í 199 klukkustundir
og 12 mínútur. Og í Indiana í
Ameríku kyssti Jeffrey Henzler 3225
konur á átta tímum -— eða eina á
hverjum 8,93 sekúndum.
„Kossaæði"
Að karlmaður kyssi annan karl-
mann hefur lengi þekkst. í dag kyss-
ast karlmenn í arabiskum og slav-
neskum löndum og reyndar víðar.
Það er líka að verða algengara og al-
gengara á Vesturlöndum. (Kossar
milli kvenna hafa verið útbreiddari.
Eitt sinn skrifaði karlrembusvín svo:
„Þegar konur kyssast minnir það á at-
vinnuboxara sem takast í hendur áður
en keppnin byrjar. ”).
Menn heilsast með kossi á kinnina,
út í loftið eða á munninn. Þetta
síðasta verður æ algengara. Ef maður
hefur vanið sig á að kyssa allt og alla
getur maður búist við að fá fleiri og
fleiri kossa beint framaná.
Kysstu náunga þinn
Hver er ástæðan fyrir þessari kossa-
útbreiðslu? Sjónvarpið er einn synda-