Úrval - 01.09.1981, Page 127

Úrval - 01.09.1981, Page 127
TÝNDU FÁLKAEGGIN 125 verið lokuð) og hún tók að skynja hluti í kringum sig. Næsta mál á dagskrá var að finna hæfilegt hreiður handa Penny til að vera í þessa 35 daga sem hún átti eftir sem ófleygur ungi. í hreiðrinu urðu að vera aðrir fálkaungar sem komnir væru jafnlangt á þroskabrautinni og Penny — eldri ungar gætu átt það til að éta hana. Fálkar verpa eggjum sínum á tímabili sem stendur yfír í 4—5 daga á vori hverju. Það fer eftir loftslagi hvaða dagar þetta em ná- kvæmlega. Á Suður-Englandi, þar sem hlýjast er að öllum jafnaði, eru það fyrstu dagarnir í apríl. Varptím- inn er svo um viku síðar fyrir hverja 150 km sem norðar dregur. í Inverness í Norður-Skotlandi fannst loks hreiður með nýútskriðn- um ungum. En þar sem Penny var aðeins þriggja daga gömul var fyrir- sjáanlegt að hún myndi aldrei þola hið 600 km langa ferðalag norður til Inverness í bíl. Peter Robinson sneri sér því til varnarmálaráðuneytisins breska með vandræði sín. Ráðuneytið brá skjótt við málaleitan hans og snemma næsta morgun var Penny orðin farþegi í þyrlu í æfingarflugi. Með í förinni var líka Peter Robinson með augnaháraplokkarann og birgðir af hráum kjöttægjum. Þegar til In- verness kom tók Roy Dennis, hreiður- eftirlitsmaður á því svæði, við fuglin- um og að lítilli stund liðinni var lagt af stað í áttina til hreiðursins. Fyrst var ekið nálega 30 km en síðan tók við stíf fjallganga í tvo tíma og vanda- samt príl x klettabelti áður en komið var í námunda við hreiðrið. Klukkan átta um kvöldið seig Roy Dennis með Penny í reipi niður að hreiðrinu, með reið fálkahjónin gargandi yfir höfði sér, og lagði hana mjúklega í hreiðr- ið. Tveir ungar, sem voru þar fyrir, sýndu engin merki þess hvernig þeim iíkaði við nýkomna fóstursystur sína. Til að hindra hugsanlega reiði for- eldranna x byrjun út af nýjum munni til að fæða setti Roy Dennis nokkra bita af kjöti í hreiðrið. Næstu þrjár vikurnar vitjaði Roy Dennis um hreiðrið annan hvern dag. I fyrstu var mjög auðvelt að sjá hver unganna væri Penny af því að hún var minnst. Smátt og smátt náði hún þó hinum og eftir mánuð, síðast í júní, yfirgaf hún hreiðrið og flaug leiðar sinnar um skosku hálöndin. Lífið lék ekki eins við John Lund. Hann hélt því enn statt og stöðugt fram að honum hefðu verið gefín eggin. Ekki vildi hann samt skýra frá því hver hefði gefið honum þau. En þótt hann játaði aldrei sekt sína þóttu líkurnar gegn honum svo sterkar að hann var dæmdur til að greiða sekt fyrir brotið — og sektin sem honum var gert að greiða var ákveðin 15.000 kr., hæsta sekt fyrir svona brot til þessa. Yfírvöld vonuðu að hin háa sektarupphæð myndi verða öðrum þjófum víti til varnaðar. í annan stað markaði ,,Penny-að- gerðin” tímamót. Velheppnað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.