Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 5

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 5
4 er hitt víst, aö þeir lögöu hiklaust á brautina, hófu eftirreiöina á eftir gamla samferöafólkinu, sem síöar mun aö vikið. Og ef vjer lítum á, hvað okkur hefur sótst í áttina, siöan 1874, þá fer aö veröa vandalaust að sjá það, að vjer eigum ekki aö láta framsókn vora enda meö svefni i einhverjum þeim áfangastaö, sem forgönguþjóðirnar eru nú búnar aö yfirgefa, heldur eigum við að halda áfram í striklotu þangað til viö ná- um þeim. Hvað erum við þá komnir áleið- is síðan 1874? Jeg byrja á þvi síö- asta, sem jeg nefndi áðan, þaö er skipakostur og sjómenska. Eftir 900 ára kyrstöðu, eða vel það, höf- um við nú á tveirn áratugum tekið svoleiöis sprett, að fiskifloti vor er að gæðum fullkomlega á við fiski- flota hverrar annarar þjóöar, og að stærð meiri en flestra annara aö til- tölu við fólksfjölda, og þó svo hrað- vaxandi, að öllum finst þetta, sem nú er, vera aðeins örlítil byrjun. Fiski- menska öll á hæsta stigi. Nýtísku- verslunarfloti aö myndast, og efast enginn urn að hann muni vaxa hratt uns hann hefur náð fullri stærð eft- ir fólksfjölda. Hið eina, sem enn er áfátt í þessurn efnum, er það, að vjer getum ekki smíðað gufuskipin sjálf- ir. En það er eins víst eins og 2 og 2 eru 4, aö þaö líða ekki nema örfá ár þangað til skipasmíðastöð fyrir botnvörpunga og skip til innfjarða- siglinga veröur sett á stofn i Reykja- vík. Sem stendur biður þetta eftir því að bærinn komi sjer upp raf- magnsstöð. Og þegar svo er komið, stöndum vjer öðrum þjóðum jafn- fætis í þessum efnum. Þá nefni jeg húsageröina. Vitan- lega vantar afarmikið á það, að enn sje búið aö byggja nóg af nýtísku húsum fyrir landsmenn, og óvíst hve fljótt það gengur, er meðal annars komið undir því, hve vel sækist fram á öðrum sviðum. En hitt er víst, að nú erum við byrjaðir að byggja jafn- traust hús og aðrar þjóðir. Vjer höf- um lært þaö núna á síðustu 10 ár- unum, og það má telja að nú fyrir 4 árurn síðan sje þetta byggingarlag — steinsteypuhúsin — orðið hið al- menna byggingarlag alþýðu í land- inu. Mikið er eftir ógert, en svo langt er komið, að þau hús, sem vjer nú byggjum, eru eins varanleg og yfir- leitt eins vönduð eins og þau hús, sem bygð eru í samkynja tilgangi eða til sörnu nota í menningarlöndunum. Allir vita að það tekur tíma að húsa alt landið að nýju. En hverjum dett- ur í hug að þjóðin hætti, fyr en öll hennar hús eru orðin jafngóð eins og hús annara þjóða? Það var ekki von að neinn þyrði að hugsa slíkt stór- ræði 1874, sem það að húsa alt land- ið með ramgerðum steinhúsum. Það var afsakanlegt, þó menn sæu ekki þ á hvert var takmark og ætlunar- verk þjóðarinnar í þessari grein. En þeirn mönnum er engin bót mælandi, sem ekki sjá takmarkið nje skilja ætlunarverkið n ú. Fleira má nefna. Símasambandið við umheiminn og innanlands. Hvar stóðurn vjer í þvi efni 1874? Hvar stóðum vjer fyrir einum 10 árurn siðan? Landið var einmana úti i hafi, líkast einstæðingi, sem allir hafa gleymt, og landsmenn húktu liver á sinni þúfu, án þess að vita neitt hvað heiminum leið og hvað þeirra eigin

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.