Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 8

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 8
7 skjöld sinn, og sigursæld þeirra mun sýna sig, þegar vjer væntanlega eftir nokkur ár, förum aö flytja út iönaö- arvörur til annara landa. En landbúnaöurinn? Hvernig er umhorfs meö hann? Hvaöa skilyröi h e f u r hann til þess aö ná fullkomn- un, og hvaöa skilyrði v a n t a r hann ? Fyrst er aö athuga, hvaö 1 a n d- iö s j á 1 f t og náttúra þess leggur til. Jeg hef áöur gert grein fyrir því, aö hver blettur af fullræktaöri jörö gefur af sjer eins mikið verömæti hjer eins og jafnstór blettur annars- staöar. Og í o f a n á 1 a g leggur landiö núverandi íbúum sínum til óhemju flæmi af óræktuöu en rækt- anlegu landi, sem kostar sama og ekki neitt. Jeg ætla ekki aö orðlengja frek- ar um þetta, en er reiöubúinn aö leggja fram fyllri sannanir, ef i móti verður mælt. Aðeins vil jeg benda á eitt dæmi sögulegrar reynslu, sem ó- víst er aö allir hafi tekið eftir. ísland er eina landið í Noröurálf- unni, sem á sína landnámssögu. Hún er afar merkileg, ekki síst fyrir þaö, hvaöa upplýsingar hún gefur um landkostina, eins og þeir voru og eru frá náttúrunnar hendi. Einn maöur feldi fje sitt — af því aö hann gætti ekki heyskapar i tíma, vegna veiöi- skapar. Fjeð fjell, en fólkiö haföi áreiðanlega nóg í munn og maga. Þessi eina unaantekning, sem stafaði at óafsakanlegri óforsjálni, staöfestir þá almennu reglu, að landiö, alger- lega óræktað eins og þaö kom fyrir írá náttúrunnar hendi, bauö land- r.ámsmönnum ríkulega uppskeru til fullnægingar öllum þeirra þörfum. Flest lönd og bygöir utan Noröur- álfunnar, í Vesturheimi, Ástralíu, Aí- ríku, þar sem hvítir menn hafa sest að, eiga líka sína landnámssögu, og mikiö af þeim sögum hefur verið fært i letur. Viö lestur þeirra rekur maður sig hvað eftir annaö, svo oft aö furöu gegnir, á eina tiltekna sögu, sem altaf endurtekur sig, og altaf er nákvæmlega eins. Hún er svona: Leiðangur er hafinn, á einu eða fleiri skipum, af mönnum frá Englandi, Spáni, Portúgal eða öðrum þeim löndum, sem höföu fundiö nýlend- urnar. Venjulega nokkur hundruð manns saman, stundum fólk, sem var óánægt heima meö stjórn eöa kirkju- vald — líkt og forfeður vorir —, en stundum fólk, sem stjórnin í heima- landinu sendir til landnáms, vel út- búiö aö öllu leyti, í því skyni að færa út veldi heimaríkisins. Þegar skipin koma upp undir strendur hins fyrir- heitna lands, sigla þau meö ströndum fram, uns fundinn er fjöröur eða vík, þar sem fólkinu líst vel á sig. Þar sest fólkið aö meö fjenað sinn og bú- slóð, byggir yfir sig og býr um sig, og svo snúa skipin heim aftur. Næsta ár — eöa tveim árum seinna — kem- ur sigling aftur frá heimalandinu. En þá er ástandið svoleiöis, að meiri eöa minni hluti landnámsmanna er dauöur úr — h u n g r i, hinir flýta sjer á skipsfjöl og hrósa happi aö komast burtu lifandi, annaöhvort heim eöa til annara ónumdra landa, í von um betri afkomu. Þetta endurtekur sig hvaö eftir annað á ströndum þeirra landa, e r m e n n i r n i r s í ð a r hafa gert aö bestu lönd- u m h e i m s i n s, eins og Banda- ríki Norðurameríku og Ástralíu. Hvorki veðrátta nje jarðvegur er

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.