Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 25

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 25
24 skýrslurnar um sum ríkin snertir, a'S innánbæjar-rafmagnsbrautir sjeu ekki meðtaldar. Ríkin eru 48 að tölu, og talsvert mismunandi hve margir eru um hvern km., flestir í gömlu og þjettbygðu ríkjunum á austurströnd- inni, þar sem fult er af stórborgum, færri þegar vestar dregur. T. d. má nefna að í ríkinu New-York, þar sem cru saman komnar yfir 9 milj. manna á svæöi, sem er litlu stærra en ísland, eru 427 manns um hvern brautarkm. En í strjálbygðasta ríkinu, Nevada, sem er 2)4 sinnum stærra en ísland með 81,875 íbúum, eru aðeins 22 menn um hvern brautarkm. Stórfljótið Missisippi rennur um Bandarikin frá norðri til suðurs. Vestan við ána eru 22 ríki. Aðeins í einu þeirra, Missouri, er meira en 200 manns um kílómetrann. í hinum 21, sem er samanhangandi flæmi, 50 sinnum stærra en ísland, eru hvergi 200 manns um brautarkm., flestir í Arkansas, 183 um km. Meðal þessara ríkja er svo aftur samanhangandi svæði, sem grípur yfir 11 ríki, 27 sinnum stærra en ísland, þar sem hvergi eru 100 manns um kílómetr- 11 ríki eru : með 81 menn um km. — 86 —------------- ann. Þessi N.-Dakota S.-Dakota Montana Idaho Wyoming Colorado New-Mexiko Arizona Utah Nevada Washington 52 79 55 66 67 58 97 22 77 AS meðaltali eru 70 manns um km. í þessum 11 ríkjum. Þessi lönd, sem hjer voru talin, eru öll miklu stærri en ísland, sum strjál- bygðari en ísþ, en sum þjettbygðari. Það er vandi að finna neinsstaðar í heiminum land, sem að stærð, fólks- fjölda og landsháttum sje verulega líkt íslandi. Að stærðinni til er N ý f u n d n a 1 a n d (Newfoundland) einna likast Islandi, aðeins einum tutt- ugasta hluta stærra, umflotið af sjó eins og ísland, og að mörgu leyti nokkuð likt um atvinnuvegina. Fólks- fjöldinn er samt talsvert m'eiri, ]jví að í árslok 1912 voru þar 241,172 manns. Landið er nokkuö hálent, um 2000 fet yfir sjávarmál á dálitlum hluta, all-vogskorið og i því mikið af ám og vötnum, og gott land í dölun- um. Frá 1901 til 1911 hafði fólkinu fjölgað um 10 pct., svo fólksfjölgun- in er rjett nákvæmlega jafnhraðfara og hjer. Iilutfallið á milli atvinnu- veganna má marka af því, að af vinn- andi mönnum 1901 stunduöu: fiskiveiðar ............ 62,674 landbúnað ............... 2,475 iðnað .................. 3,i11 námagröft ................ Þ576 Fiskiveiðarnar yfirgnæfa alla aðra at- vinnuvegi þar langsamlega, miklu meir en landbúnaðurinn hjer. Höfuð- borg þeirra heitir St. Johns, og hef- ur um 33 þús. íbúa, og 4 aðrir bæir eru þar með 3—5 þús. ibúa. Lands- sjóðstekjur þeirra eru 58 kr. á mann, cg þar af eru 49 kr. á mann toll- tekjur. Ríkisskuldir þeirra voru árið 1912 102 milj. kr., eða 425 kr. á mann; hjer eru þær (eftir „Fánabók- inni“) 32 kr. 56 au. á mann. Útflutt- ar vörur hjá þeim 54 milj. kr. (1912 —1913), eða 224 kr. á mann, lijer

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.