Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 27

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 27
2Ó urs- og viShaldskostnaöi sem svaraöi 17 pct. af stofnfjenu, og voru greidd- ir aS meöaltali 7*4 pct. af stofnfjenu í vexti. Þarna voru, eins og fyr seg- ir, 204 menn um km. í Kanada nam tekjuafgangurinn rekstursáriö 1912— 1913 pct. af stofnfjenu—þar voru 164 um km. í Ástralíu var tekjuaf- gangurinn 1912—1913 h. u. b. 4 pct. af brautarveröinu, og voru þar 160 manns um kílómetrann. Um rekstur brautanna á Nýfundnalandi hef jeg ekki skýrslur. Annars er þaö ekki neinstaöar taliö miklu máli skifta, hvort járnbrautirnar beri sig betur eöa miöur, nema hvaö hlutafjelög og einstaklingar, sem eiga brautir, vitau- lega reyna að fá sem mestan arö af eign sinni. En annars er hvergi lit- iö svo á, sem þaö sje aðalætlunar- verk járnbrauta, fremur en annara brauta, aö gefa eigendum sínum bein- an arö, heldur eru þær lagðar í alt öðrum tilgangi, sem sje til þess aö bæta úr samgönguþörfum manna, og þar sem ríkin eiga brautirnar sjálf, má heita aö þaö sje föst regla, aö láta notendurna ekki borga meira en svo, aö einungis fáist mjög lágir vext- ir, eöa ekki fullir vextir, af stofn- fjenu. Munurinn á ríkisbrautum og einstakra rnanna brautum sjest nokk- uö vel með því aö bera saman Banda- ríkin og Ástralíu. Brautir Bandaríkj- anna eru einstakra manna eign, og gefa af sjer 17 pct. af stofnfjenu, en Ástralíubrautirnar eru rikislsrautir, og gefa 4 pct. Enginn mun halda því fram, aö þaö sje heppilegra „frá al- mennu sjónarmiði", aö Bandarílcja- brautirnar gefa svo mikiö af sjer; fyrir almenning, sem brautirnar not- ar, væri heppilegra aö flutningsgjöld- iu væru lægri, og ef ríkiö ætti braut- irnar, mundu flutningsgjöldin verða sett niður, jafnvel svo langt niöur, aö brautirnar hættu að bera sig. VI. Vegir og járnbrautir. Járnbrautirnar eiga aö tengja sam- an hjeröö og sveitir, svo taka vegirn- ir viö og tengja saman bæina innan- sveitar, liggja út frá járnbrautarstöð- inni og heim á hvern bæ. Vegna þessa sambands, sem á aö veröa á milli járnljrauta og vega, er ekki hægt að gera neina fullkomna fyrirætlun um tilhögun á innanlandssamgöngu- tækjum, nema meö því móti aö gera sjer yfirlit yfir hvorttveggja í einu, bæöi vegina og járnbrautirnar. Meö- at annars getur oft leikið efi á því, hvort gera skuli veg eöa járnbraut á einhverjum tilteknum kafla. Vegna þessa sambands, sem er á milli þessara mismunandi fullkomnu „brauta“, ætla jeg aö gera hjer ofur- lítinn útúrdúr, og skýra frá því hvað liður vegagerðunum í landinu, og bvað búist er viö að þeim þoki áfram næstu árin. Jeg vonast líka eftir aö þaö yfirlit geti gefiö örlitla bendingu um þaö, hvort t í m a b æ r t sje að fara aö hugsa um járnbrautarlagn- ingar. Þegar fyrsta löggjafarþingið kom saman, 1875, voru hjer engir vegir, en öllum virðist hafa veriö ljóst, að brýn þörf var aö bæta innanlands- samgöngurnar. í l>oöskap sínum til alþingis segir konungur, að þaö „aö Vorri hyggju er hiö mesta velferöar- mál landsins, aö efla. samgöngur í landinu,“ en samt liaföi stjórnin ekki

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.