Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 28

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 28
27 sjeö sjer fært að leggja til í fjárlaga- trumvarpi sínu aö nokkrum eyri væri varið úr landssjóöi til þessa velferöar- máls. Þingiö veitti þó til vegabóta 15 þús. kr. fyrir fjárhagstímabiliö, eöa sem svaraöi 7500 kr. bvort áriö. Næstu þingin rífkuöu framlagiö upp í 15 til 20 þús. kr. á ári, og mestu af þessu fje var varið til að gera við fjallvegi. Um akvegi þoröi enginn að tala enn þá. Árið 1890 var bygð brú- in yfir Ölfusá, sem kostaði rúmar 60 þús. kr., og þótti fádæma stórræði. En framlögin til vegabóta voru enn ekki orðin meiri en það, að meðaltal- ið frá 1876 til ársloka 1893, eða í iS fyrstu fjárforræðisárin, náði ekki 23P2 þús. kr. fyrir hvert ár. En þá koma líka fyrstu timamótin. Á þing- inu 1893 eru samþykt ný vegalög, sem leggja landssjóðnum þá skyldu á herðar, að gera fyrst og fremst ak- vegi frá helstu kauptúnum landsins upp í hjeruöin, og áttu þessar flutningabrautir liver í sínu hjeraði að vera stofnbraut í vega- kerfi innanhjeraðs, sem kvíslaðist frá kauptúni hjeraðsins upp um allar sveitir; samgöngum milli kauptún- anna skyldi svo haldiö uppi meö strandsiglingum. Þetta var ný stefna í samgöngumálum, þvi aö áöur höföu menn hugsað sjer að leggja alla á- herslu á aö bæta vegina á aðalpóst- leiöunum, og jafnvel gera þá akfæra, og höfðu lög í þá átt verið sett 1887. Forvígismaður hinnar nýju stefnu, sem varö ofan á 1893, var síra Jens heitinn Pálsson. Hann bar upp frv. þar aö lútandi þegar á þinginu 1891, en það náði þá ekki fram aö ganga; barðist hann nieð miklum áhuga fyr- ir skoðun sinni, bæði á þinginu og í blaðagreinum og ritlingi um máliö; þrátt fyrir eindregiö fylgi í -n. d. 1893 lá viö aö málið strandaði i e. d., en þar tókst Magnúsi landshöfðingja Stephensen þó að bjarga því með til- styrk hinna konungkjörnu. Þessi til- liögun á innanlandssamgöngum, sem þarna var ráöist í, var óefað sú hent- ugasta, sem landið á þeim tíma var fært um, og verður Jens heitnum Pálssyni seint fullþökkuð forusta hans i því máli. En þar meö er ekki sagt að þetta fyrirkomulag fullnægi landinu til frambúðar, enda sá J. P. það fyr en flestir aðrir, að án járn- brauta gátu samgöngurnar ekki kom- ist í þaö horf, sem dygði til fram- búðar. Samfara þessari stefnubreytingu í vegamálum var nú mikil liækkun á framlögum landssjóðs til vegabóta; meðaltal 10 áranna frá 1894—1903 er tæpl. 1073/2 þús. kr. árlega, og meöaltal 10 áranna frá 1904—1913 er um 14934 þús. kr. árlega. Alls voru fjárframlögin úr landsjóði til vega- bóta orðin rjett viö 3 milj. kr. (2,989,- 941 kr. 98 aur.) í árslok 1913, og eftir því sem nú er veitt til vega árlega, bætist við 1 miljón á hverjum 6 árum. Flutningabrautirnar eru að lengd 397 km. Ekki er lokið við að leggja þær enn þá, enda hefur líka jafnframt þeim verið unnið nokkuð að lagningu akfærra þjóövega í bygðum, í sam- bandi við kauptún eða flutningabraut- ir. Það má gera ráö fyrir að lagningu fiutningabrautanna verði lokið 1923. Þær hafa þá verið i smíðum í 30 ár, og þó raunar nokkuð lengur, því að mestu af vegabótafjenu frá 1880 til i893var einmitt varið til tveggja vega (Þingvallavegarins og Iiellisheiðar-

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.