Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 42

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 42
4i en komin er brautin austur á SuSur- láglendiö, og þetta sjópláss þar með komiö i samband viö góöar landbún- aðarsveitir. Þess vegna tel jeg aö of smátt væri byrjaö, ef'gerð væri braut milli Hafnarfjarðar og Rvíkur án þess að halda þá tafarlaust áfram lagningunni austur yfir fjall. Hvaða gagn er þá að þessari byrj- un fy-rir framkvæmd járnbrautar- lagninga um landið í heild sinni? Fyrst náttúrlega þaö, aö þessir 135 kílómetrarnir eru frá. Reynsla fengin um lagningarkostnað og rekstur, sem er þeim mun mikilsveröari, sem stærri verkefnin eru eftir óunnin. Reynsla, fæst einnig um áhrif brautanna á at- vinnuvegina. Reynsla um beinar tekj- ur þessarar brautar, sem gefur mik- ilsverðar bendingar um það, hvaða tekjum megi búast við af öðrum brautum,og þá hvaö fljótt sje tiltæki- legt aö hrinda í framkvæmd þvi, sem eftir er að leggja. Og ef vonirnar um þessa braut rætast eftir því sem útlit er fyrir, þá kemur brátt fram fjár- hagslegur ljettir, sem greiðir fyrir á- framhaldinu. Vonirnar eru þær, að framlag landsjóðs til vaxta og afborg- ana, sem í fyrstu yröi um 200 til 240 þús. kr. á ári, færi smámsaman mink- andi, af því aö tekjur af brautinni sjálfri slagi ár frá ári meira upp í þann kostnað. Þann hluta af ár- greiðslunum, sem landsjóði sparast, er hægt að leggja fyrir eða nota á annan hátt til undirbúnings eða fram- kvæmda á framþaldi brautanna, án ]æss að landsjóði sje iþyngt meira en i fyrstunni. Hugsum oss t. d. að eftir 15 ár geti Austurbrautin borið sjálf allar rentur og afborganir af stofn- veröi sínu. Þá er öll árgreiðsluupp- hæðin úr landsjóði handbær til ann- ara brauta. Og þá verður líka ein- hverntíma, segjum t. d. eftir 30 ár, lokið við að greiöa lán þaö, sem upp- haflega var tekið til Austurbrautar- innar. Eftir það má þá ennfremur nota tekjuafgang hennar, sem vænt- anlega yrði þá ekki minni en ár- greiðslan, til þess að standast kostn- að við aðrar brautir, og þá er þaö oröið auðvelt, sem nú sýnist óárenni- lcgt, aö koma upp Akureyrarbraut- inni. Þarf ekki að bíða svo lengi, ef reynsla fyrstu áranna sýnir ótvíræð- lega aö þannig muni Austurbrautinni farnast. Hjer er gert ráð fyrir því, sem mestar líkur benda til að m u n i v er ð a, og þá sannast enn málshátt- urinn, að hálfnað er verk þá hafið er. Góð byrjun leggur upp í hendurnar á mönnum tækin til þess að ljúka við verkið. En sjálfsagt er að gera ráð fyrir þvi, aö hiö ólíklega g e t i komið fyrir, að lakar g e t i farnast með Austurbrautina en svo, að hún verði fjárhagslega einfær áður en lokið er að greiða stofnkostnað henn- ar. Þá er byrjunin samt skynsamleg, af því aö ekki er ráðist i neitt, sem landsjóði er ofurefli. Þaö fer þá al- drei ver en svo, að bíöa verður með áframhaldið uns lokið er við að borga Austurbrautina. X. Niðurlag. Spurningin, sem jeg setti fram í upphafi málsins, var þessi: E r n o k k u r t v i t í þ v í a ð ætla sjer að leggja járn- brautir um ísland?

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.