Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 49

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 49
48 reiknast aS verð þess hafi verið 1910 a? meöaltali á hvern hektar korn- akranna í Noregi: kr. 32.50. Ennfremur veröur að taka tillit til þess, aö akurinn þarf aö plægja einu sinni, herfa nokkrum sinnum, og sá i hann á hverju ári, og er sú vinna öll umfram vinnuna viö túnið. Aðra vinnu (áburðarflutning, slátt, rakst- ur, heimflutning o. s. frv.) legg jeg að jöfnu, og legg þreskingu korns- ins ofan á fyrir því, sem túnvinnan kann að verða erfiðari en akurvinn- an. En sú vinna, sem er alveg auk- reitis á akrinum, kostar að því er mjer telst til: Plæging ........ um kr. 22.50 á ha Herfun og sáning ámóta 22.50 á ha Verðið á plægingunni miðá jeg við meðaltal eftir N. Ödegaard, Jord- brugslære, þar sem vinnan er lögð í dagsverk, og reikna mannskaup 3 kr. á dag, en hest og verkfæri 2 kr. Vinna við herfun er mjög misjöfn, en menn, sem þessu eru kunnugir, segja mjer, að ekki megi gera hana minni en plæginguna. Af verði uppskerunnar eru þá eftir kr. 162.50. En eftir því, sem jeg fæ best sjeð, er hjer slept háhnimim af akrinum, eða verði hans. Af hverj- um hektar akranna fást um 3 tonn af hálmi, og hann er nokkurs virði, en erfitt að verðleggja hann. Þar sem siórgripir eru haldnir, er þeim gef- inn hálmur til kviðfylli með kraft- fóðrinu, en sje mikið af háfminum, er líka surnt af honum borið i flór- ínn. Jeg þykist viss um að halla ekki á akrana, ef jeg reikna hálminn hálf- virði á við hey, en verð heyuppsker- unnar í Noregi er þetta ár talið 45 kr. tonnið, og reikna jeg þá hálminn á kr. 22.50 tonnið, eða kr. 67.50 af ha. Verð uppskerunnar af hverjum hekt- ar telst þá kr. 162.50-)- kr. 67.50 = 230 la\, að frádregnu útsæði og jarð- vinslukostnaðí. En hvað gefur túnið ? „Uppgjafa- bóndinn" reiknar 20 töðuhesta af vel- ræktaðri dagsláttu; jeg veit áreiðan- lega dæmi til að fengist hafa 27 hest- ar, en þá var þríslegið. Ekki þykir mjer vel ræktað nerna 13 hestar fáist, 100 kg. hver. Það gerir 41 af hektarn- um. Hvers virði eru þeir? Indriði Einarsson telur í Lands- hagsskýrslunum hvern töðukapal 7 kr. virði, og nemur þá uppskeran 287' kr., eða 57 kr. meira en af norska akrinum. í ritgerð sinni um verð á heyi i 5. árg. Búnaðarritsins telur Eiríkur prófessor Briem að kýrin borgi hver 10 pund af töðu með 45 aurum, ef nrjólkurpotturinn er 12 aura virði; þar mun átt við töðu út úr tóft, sem áætla má 20 pct. léttari en þegar hún var látin inn. Eftir því yrði uppskeran af vellinum : 4100 kg. = 20 pct. = h. u. b. 3300 kg. á 9 aura gerir 297.00 kr. eða 67 kr. hærri en af akrinum. En þetta verð á töðunni virðist vera of hátt, ef mjólk er framleidd í stærri stýl en svo, að notuð verði til heirnil- isins, Þá fást ekki nema 9 til 10 au. fyrir pottinn, og vil jeg reikna verð töðunnar eftir því. Samkvæmt ritgerð Páls Zóphónías- sonar í ný útkomnu Búnaðarriti var meðaltal af ársnyt allra fullmjólkandi kúa i nautgriparæktunarfjelögum landsins árin 1904—1910 2227 kg. mjólkur.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.