Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 55

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 55
54 það alt á uppboöi," sagði hún. „Ekk- ert af því er þess vert, að það sje geymt.“ Móðir hennar stóð við skattholið og var að taka nærföt upp úr skúff- unum. „Sýnist þjer ekki að jeg ætti að ciga skattholið?" sagði hún hálf- hikandi. Þetta var gamalt, laglegt mahogniskatthol. „Nei, móðir mín,“ svaraði Agða. „Jeg vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa þennan gamla laup mni'í her- bergjunum heima hjá mjer. Jeg hef sett fallegan eikarskáp inn til þín, með mörgum skúffum, svo að þú hefur þar nóg til að geyma í.“ Frú Rasmussen opnaði skatthols- skúffurnar, eins og í leiðslu, eina eftir aðra. „Jeg hef átt það svo lengi,“ sagði hún. „Við keyptum það þegar við fórum að búa; en það er auðvitað orðið nokkuð fornfálegt nú. Þá þótti ölíum það svo fallegt. Faðir þinn hafði efstu skúffurnar, en í hin- um geymdi jeg fötin ykkar barnanna. Agða, jeg held jeg geti ekki skilið það við mig.“ „Jeg skáj taka það til geymslu fyrir þig,“ sagði tengdadóttirin. „Þú hefur hvergi rúm fyrir það,“ sagði Agða. „Þá rými jeg til,“ svaraði tengda- dóttirin. En með þetta var ekki alt úti fyrir gömlu konunni. Hver hirsla í húsinu geymdi gamlar minningar, og hún gekk á milli þeirra eins og hún þyrfti að kveðja þær allar. Þarna var gamli hægindastóllinn mannsins hennar. Nú var eins og hún sæi hann enn sitja í honum með löngu pipuna úti í öðru munnvikinu, gleraugun á nefinu og frjettablaðið í hendinni. Hún varð að setjast í stólinn; hún gat ekki annað. Svo fasta trygð geta menn jafnvel tekið við dauða hluti. „En ofnu gólfdúkarnir þarna“ — sagði hún. „Gætirðu ekki notað þá einhverstaðar, Agða mín?“ „Nei, jeg hef ekkert við þá að gera, góða mamma,“ svaraði Agða. „Gæti jeg ekki haft þá i herberg- inu mínu? Jeg hafði svo mikið fyrir þeim, og faðir þinn hafði svo mikið gaman af að horfa á meðan jeg óf þá.“ „Góða manna, þeir eiga hreint ekki við neitt af hinu, sem þar er inni, og rjett fyrir skömmu höfum við fengið Brysseldúka á öll gólfin. Líka í þitt herbergi. Mjer fanst ekkert vera of gott handa þjer,“ sagði hún með dálitlum hita í röddinni. Gamla frú Rasmussen reyndi að brosa, en gat þó ekki látið vera að renna saknaðaraugum til gömlu dúk- anna. Svo var selt. Og þegar gamla frú Rasmussen fór frá bænum með þá örfáu muni, sem óseklir voru, í spá- nýju, fallegu ferðakofforti, þá fanst henni hún vera orðin svo fátæk og einmana að. hún gat varla tára bund- ist. Henni fanst hún vera eins og gamalt trje, sem með varhygð er tek- ið upp til þess að setjast niður á nýj- um stað, en um leið er svift greinum cg kvistum. Nú leið og beið og heyrðist lítið af frú Rasmussen á gömlu stöðvunum. Agða hjelt að móðir sín skrifaði þangað og fanst hún hafa góðan tíma til þess. En frú Rasmussen hafði al- drei lagt það í vana sinn, að skrifa brjef að óþörfu.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.