Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 72

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 72
71 1807, 1866, 1882 og 1892. Þetta síð- asta ár var grasbresturinn ajment talinn yí—(4 minni en í góöum meö- alárum. Svipaö þessu er grasbrestur í verstu grasárum. Þó mun lakar hafa veriö (ýkjurnar frá reiknaöar) 1695 — einkum í útkjálka-haröindasveit- um. Taöan þar svo sallasmá sum- staðar (af illa ræktuöum túnum auðvitað) að eigi varð bundin. Eigi eru hjer talin þau árin, sem grasvöxtur hefur verið rýr í stöku hjeruðum, heldur þau, sem graslítil voru yfirleitt, að minsta kosti að mun um meira en hálft landið. — Sæmileg grasár eru stundum syðra þótt hið ga.gnstæða sje nyrðra. Þetta kemur einkum fyrir í miklum ísárum, þeg- ar ísinn liggur fyrir Norðurlandi. Eftir mikla frostavetra, verður gras- vöxtur venjulega með minsta móti um alt land, hvað sem hafís líður. Besta grassumar var eftir mikla frostaveturinn 1699. En þá var vor- og sumarveðrátta ágæt um alt land. 5. V o t v i ð r a s u m r i n. Þau eru býsna mörg votviðrasumrin á hverri öld, einkum á Suður- og Vesturlandi. Jeg tel það aðeins óþurkasumur, sem valda allmiklum eöa miklum skemd- um á heyjum yfirleitt, að minsta kosti í freklega tveimur landsfjórð- ungum sama sumar. Venjulegast er allþurviðrasamt víöast á Norðurlandi, þegar óþurkar eru vestra eða syðra. Þegar óþurkar á Norðurlandi stafa af hafisþoku og kuldabrælu eða sudda, þá er venjulega þurt á Suður- landi og um mest alt Vesturland. Strandasýsla tilhcyrir Vesturlandi landfræðislega, en Norðurlandi nálega ávalt að því er veðráttu snertir. Veð- urfar í Skaftafellssýslunum líkist að jafnaði veðráttu Suöurlands. Þó ber mjög út af þessu. — Oft eru óþurkar um alt land meiri og minni að sumr- inu, að vísu ekki alstaðar á sama tíma. Það stafar frá hafísnum og hvernig hann’ þá liggur við eða ná- lægt landi. Mikil óþurkasumur voru 18 á 17. öld, 22 á 18. öld og 23 á 19. öld. Á Suður- og Vestur- landi voru á öldinni fleiri óþurka- sumur. — Eigi tel jeg þá óþurka, sem eingöngu komu fyrir slátt, og cigi heldur haustrigningarnar, sem eru svo algengar á Suöur- og Vestur- landi, að þau haustin eru miklu fleiri, sem hrakviðra og vætusöm eru en hin, sem þurviðrasöm eru til muna. Þegar hafís er við land fram eftir sumri, er venjulega þurt á Suður- landi, en þá má vænta óþurka eftir höfuðdagsstraumana, sem svo eru hjer nefndir. Stundum skella óveðr- in á um 10. september eða þar um. Hafi miklar vætur verið að vorinu og óþurkar mestallan sláttinn, en þurka- samt nyrðra, má oftast vænta þur- viðra eftir höfuðdag eða í september fyrir leitir. Bestir eru þá austræning- ar. Oftast koma óþurkasumur í röð hvert á eftir öðru á Suður- og Vest- urlandi tvö eða þrjú og jafnvel fjög- ur. Mun þá oftast vera mikill ís í vesturátt eigi langt frá landi. 6. Fellisvetrar. Þeir eru raunalega margir fellisvetrarnir. Á 17. öldinni fjell peningur landsmanna að mun 34 sinnum, stundum náði fellirinn yfir alt land, en stundum ein- slaka landsfjórðunga að mestu leyti. Telja má þó víst, að fá hafi þau vor- in verið, á 17. og 18. öld, að ekki hrykki meira og minna upp af af bústofni bænda, það veikbygðasta af

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.