Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 73

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 73
72 skepnunum. Þess háttar var algengt og um það var ekki fengist; kallaðist það eigi fellir, heldur eðlileg van- höld úr „skytupest" og „ódöngun“. En orsökin: vanfóðrun eða óholt fóð- ur. — Á 18. öldinni varð almennur skepnufellir 36 sinnum og mjög mik- ill 1742, 52, 54, 66, 72, 84 og 92. í Mýrasýslu einni fjell 1756 um 2000 fjár, auk hrossa. Talið hefur verið að á Norður- og Austurlandi hafi fall- ið það ár 50 þús. fjár og 4 þúsund hrossa. En í þeim harðindakafla dóu á öllu landinu úr ýmsum kvillum og vanfóðrun rúml. 9 þús. manns, þvi harðindi voru til lands og sjávar. Af einhæfri fæðu urðu menn mjög næm- ir fyrir farsóttum. Fæstir munu bein- línis hafa dáið úr hungri. Þess ber einnig að gæta, að þeir, sem veikir eru, nálega sama af hverju sem er, deyja mjög ef þeir ekki hafa hentugt fæðulag, þótt ella lifðu. Alveg sjerstakur skepnufellir varð árin 1784 og 85. Það stafaði að mestu leyti af hinum óvenjumiklu eldgosum í Skaftárgljúfrum, þeim mestu, er sögur fara af. Askan barst um alt land með ólyfjan, sem spilti grasvexti cg gerði grasið óheilnæmt. Veðráttan 1784 átti að vísu nokkurn þátt í að svo fór sem fór, að af sauðfje fjell um 82 pct., nautpeningi 53 pct og hrossum 77 pct., um alt land til jafn- aðar, því veturinn varð þungur og stirður. Þessi er hinn mesti penings- fellir, sem orðið hefur á íslandi og kostaði margra þúsunda manna lif. Á 19. öldinni hefur skepnufellir orðið að mun 15 sinnum. Það er: 1801, 1802, 1807, 10, 11, 12, 17, 22, 24, 27, 35, 63, 66, 69 og 82. Hefur þó oft- ast tiltölulega fátt fallið, nema í stöku hjeruðum, en stór, almennur fellir einungis 1801, 1802, 1807, 1822 og 1882. Víða fjell einnig 1887, og mætti það bætast við fyrri ártölin. Þess ut- an hefur stórmikill lambadauði oft orðið. En það tel jeg eigi með pen- ingsfelli. Aldrei verður komist hjá meiri og minni lambadauða í hörð- um og hretviðrasömum vorum, hversu góðar sem heybirgðir eru og þótt ær sjeu í góðu standi. Ekki veit jeg hvort jeg á að telja vorið 1872 fellisvor eða ekki. Þá fjellu i Þingeyjarsýslu 11 þúsund ær og lömb. Vorið þar þá eitt hið harð- asta eftir jarðbannasaman og þung- an vetur þar um sveitir. — Jeg hef heyrt menn halda því fram, og meira að segja sjeð það á prenti, að skepnu- fellir hafi sama sem enginn orðið og mjög sjaldan á 19. öldinni. En þeir hinir sömu telja sjer þá trú, aö veru- lega vont vetrarfar hafi aldrei verið þá öld, í samanburði við það, sem vcriö hefur fyr á öldum, nema cinu sinni eða tvisvar á öldinni, 1802 og 1881. ■—- Þetta er hin mesta fjar- stæða. — Með örfáum orðum ælla jcg hjer að lýsa velrar- og vorveðr- áttu hörðu og þungu vetranna, sem jeg tel að verið hafi á 19 öldinni. 7. Þungt vetrarfar. Vetur- inn 1801 var viöa í meðallagi framan af, en sumstaðar allstirður. Á þorra og góu var veturinn aö þyngjast, og skall á fyrir fult og alt um alt land í miðgóu með hörkufrostum og óvenju hríðarbyljum, sem stóðu víð- ast lotlaust i mánuð. Iiafis rak inn á firði og víkur í byrjun mars og fór

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.