Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 74

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 74
73 frá landi eftir miöjan júní. 'Vetur lá á fram yfir lojc, og voriö mjög hret- viörasamt, og vont sumar. Veturinn 1802 kom á meö vetur- nóttum og gengu á víxl hríðarbyljir og spillinga blotar ])ar til hálfan mán- uö af sumri. Óvenju fannir og jarð- bönn voru um alt land. Hafís kom i miöjum janúar en fór frá landi um lok júnímán. Vorið og sumarið kalt. Veturinn 1807 var enn meiri frosta- vetur með hriðum og jarðbönnum. Hafís kom i miðjum febrúar og lá við land fram i ágúst og komst ná- lega kringum alt land. Þá gengu menn á ís úr Grímsey til Akureyrar, og urðu þann vctur mest 33 stig C. i Skaga- firði. Veturinn langur, með jarð- bönnum. Svo var vorið hart, að sum- staðar nyrðra var fyrst beitt út kúm fyrst í júli. Allþungur og frostamikill var vet- urinn 1808, þá var mikill hafís og og vor æði kalt. Mjög þungur og snjóasamur með frosthörkum var veturinn 1811. Frá því með þorra- komu og alt fram á vor, sem var hart. Hafis kom með þorra. Enn þá harðari var veturinn 1812, einkum nyrðra. Mest voru frostin siðast, enda mikill hafís. Veturinn kom snemma á með hríðum og jarðbönnum. Vor- ið kalt og hretviðrasamt. Veturinn 1817 var mjög mislægur, yfirleitt mjög þungur með jarðbönn- um, einkum seinni partinn, og vor- harðindi. Hafís kom með miðjum vetri, en fór í ágúst. Vorið mjög hart. Veturinn 1822 var mjög harður. Hann kom á víðast 5 vikuin fyrir vet- ur, með mesta snjóþunga og hörku frostum, spillingablotum og jarð- bönnum. Bati kom i lok mars. Hafís kom Jiann vetur í janúar. Þá lagði allan Breiðafjörð út fyrir allar eyjar og lá ísinn lengi. Veturinn kallaður „Rjúpnabani". Veturinn 1827 var þungur, einkum er á leið. Voriö mjög hart og kulda- köst með hretum að öðru hvoru um sumarið á Norðurlandi. Hafís við land frá þvi i mars þar til seint i ágúst. Einnig kom ís í janúar. Mjög þungur var veturinn 1835, alt frá nýjári með köldu vori. Hafís kom í janúar, og var þar til um miðjan júli, fór hann um mestalt land. Jarð- bönn um alt land. Veturinn 1855 þungur um alt Norð- urland og víðar, miklir snjóar og jarð- bönn. Iiafís við land frá þvi i febrú- ar og þar til undir fardaga. Næsti vetur einnig þungur, 1856, einkum nyrðra frá nýjári til sumar- mála. Hafís kom í janúar en fór i miðjum maí. Veturinn 1859 var mjög harður frá því í janúar með frostum, snjóum og jarðbönnum um mest alt land til sumarmála. Iiafís kom með góu og lá til fardaga. Vorið mjög vont. Breiöafjörð lagöi þann vetur út fyrir eyjar. Á Norður- og Vestur- landi var veturinn 1863 erfiöur mjög, en óstöðugur ililaupavetur á Suður- landi. Voriö kalt og sauðgróður viða litill fyrir 20.—24. júlí. — Þungui vetur um Norður- og Austurland og og viðar 1865; vorið kalt og mikill hafís. Veturinn 1866 var með hörðustu vetrum og kallaður „Álftabani", eink- um frá nýjári. Voriö ilt og alt sum- arið um land alt. Hafis kom með nýjári og fór frá landi síðast í ág.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.