Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 79

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 79
78 Bregöur blóölit á bjarta stáliö! Já, þaö er hergnýr! hjörva-þytur. — Þú ert i'hætlu Þambarskelfir! Hann er i hættu! — Haraldur, — var hann gintur í garð þinn og griðin rofin? Komiö meö kerru! Keyriö sem fastast! Orusta stendur um Einars lif! (Á leiðinni.) Bjargið nú, bændur; borg um hann gerið! Indriði ver nú ])inn aldna föður! Reistu’ um hann skjaldborg, rjettu’ honum bogann! Því aldri mun örvum Einars skeika! Og þú hinn helgi Ólafur kongur! Legðu’ honum liðsyrði í ljóssins heimi. (Hún kemur nær.) Flýja nú fjendur, .... Fallast þeim hendur....... Þeir renna frá sennu til árinnar óðir. — Hvað á sjer hjer stað? Þvi standa menn hljóðir? Er eitthvað lijer að? Hvað er það? Því beygja nú bændurna mundi’ ann? Tveir fallnir að deyja! Og hinir 'þeim hneigja, en Harald ber undaif. Mannþyrping er við málstofu dyr. Illjóður er lier, hnípinn og kyr. Hvergi sje jeg Einar. Hvar er Indriði ? Rýmið til sveinar! Sje jeg á liöi þungbúnu nauðir, þó svarið biði: Þeir eru dauðir! * Fallinn er frægsti fulltrúi þjóðar! Brostinn er besti bogi Noregs! Þannig fjell Einar Þambarskelfir, og við blið hans hneig Indriöi. Myrtur í myrkri Magnúsar góða fóstri og föðurlands forsjá besta! Særöur í launvígi Svoldarkappinn, ljónið, sem stökk yfir Lýrskógsheiði! Brotin á bak bænda stoðin, Þrændanna sómi, Þambarskelfir!

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.