Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 82

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 82
Járnbrautin enn. Andsvör og hugleiðingar eítir Jón Þorláksson. I. Þegar ritgerð mín ,Járnbrautir á íslandi" kom í Lögrjettu um og eftir áramótin 1914—15, leið ekki á löngu áður en blaðið „fsafold" kom með nokkurskonar svar frá þáverandi hollvini sínum, Birni Kristjánssyni bankastjóra. Svarið bar sömu fyrir- sögn og ritgerð mín, og tók jeg það sem góöan fyrirboða um að stefna sú, sem gerir hina sameiginlegu fyrir- sögn ritgerðarinnar og svarsins að einkunnarorðum sínum, sje að vinna fylgi og muni sigra á sínum tima. Bankastjórinn var fljótur til svars í þetta sinn, því að byrjunin á svari hans kom í fsaf. sama daginn og nið- urlag ritgerðar minnar í Lögr., og nið- urlagið á svari hans er dagsett þenn- an sama dag. Svo aö hann hefur lokiö jafnsnemma að semja svarið og að lesa það, sem hann ætlaði að svara upp á. Jeg man það frá æsku- árunum, að það þótti rösklegt í krakkahóp, að svara fyrir sig áður en andmælandinn hafði lokið máli sínu, en siðan jeg komst á fullorðins- árin, hefur mjer fundist sú aðferðin hagkvæmari í viðræðum, að hlusta fyrst, hugsa síðan og svara svo. Og jeg einsetti mjer að fylgja þessari góðu reglu i viðræðum mínum við banlcastjórann um járnbrautarmálið. Þegar niðurlagið á svari hans kom i ísaf. 20. mars 1915 varð jeg glað- ur. Við höfum átt orðastað áður um járnbrautarmál, bankastjórinn og jeg, og ekki mjer vitanlega getað orðið sammála um nokkurn skapaðan hlut. En í mðurlagsgrein þessa svars set- ur B. Kr. alt í einu fram skoðanir um nútiðar og framtíðar verkefni þjóðarinnar, sem jeg í a ð a 1 a t r i ð- u n u m var og er honum samdóma um, og gladdi þetta mig. En jafn- framt þóttist jeg sjá, að „svari“ hans var i raun og veru ekki lokið; hann hafði sett frarn hugmynd, sem nánari grein þurfti að gera fyrir, og jeg von- aðist eftir að hann mundi gera það. Sú von hefur líka rætst, því að núna á íyrsta fjórðungi ársins 1916 hefur birtst eftir hann ritgerð „Um járn- brautir", í blaðinu „Landið“, og er þar í framhald það á svari hans, sem jeg haföi vænst eftir. Svo að nú finst mjer vera kominn hinn rjetti .tími fyrir mig til andsvara, 0g skal þá

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.