Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 86

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 86
85 Ef eg nú gef þá skýringu, aö „smærri" löndin leggi járnbrautir af því aS þau eru „smá“ — þá hef jeg útlistað fyrsta liðinn í „járnbrautar þörf“ þeirra nákvæmlega eins vel og B. Kr. fyrsta liðinn í „járnbrautar- þörf“ „stærri“ landanna; en jeg bið ekki um geymslu fyrir skýringuna í ‘Alþingistíðindunum! Annars væri fróðlegt að vita, hvort það er meining B. Kr. , að Island sje svo 1 í t i ð, að það þ u r f i e k k i járnbrautir — geti ekki talist með „stóru“ löndunum i því sambandi. Hingað til hefur bæði hann og aðrir járnbrauta-andstæðingar haldið hinu gagnstæða fram — að ísland sje svo s t ó r t, í samanburði við fólksfjöld- ann, að það geti ekki komið sjer up.p járnbrautum. 2. Og svo 1 i g g j a þau flest i sam- liengi við önnur lönd, það er ástæða nr. 2 fyrir þ a u til að leggja járn- brautir. En liver skollinn gengur þá að þeim, sem 1 i g g j a e k k i í sam- hengi við önnur lönd? Eins og t. d. Borgundarhólmur, Langaland, írland, Bretland og býsna mörg fleiri. Lík- lega er þó ástæða nr. 2 hjá þ e i m ekki sú, að þau 1 i g g j a e k k i í samhengi við önnur lönd? 3. Og svo hafa þau hernaðarskyldu. Já, það er nú svo. Annars held jeg að í mars 1915, þegar B. Kr. reit svar sitt, hafi þurlendi jarðarinnar verið skift í 5 heimsálfur. Og að í þremur þeirra hafi ekki verið n e i 11 1 a n d, sem hafði herskyldu — sem sje ekk ert land í Vesturálfu, Suðurálfu og Eyjaálfu —, í fjórðu álfunni e i 11 land (Japan), en í þeirri fimtu, Norð- urálfunni, að eins eitt ríki, sem ekki hafði herskyldu, Stónabretland, en einmitt þar eru járnbrautirnar til orðnar. Hver er þá ástæða nr. 3 hjá þeim mikla meiri hluta landanna, sem ekki hefur hernaðarskyldu? 4. Öll þau lönd, sem e k k i hafa námur, keppast líka við að hafa járn- brautir, og þau lönd, sem hafa nám- ur, leggja járnbrautir jafnt um námu- laus hjeruð sín eins og um námu- svæðin. 5. Flest lönd Norðurálfunnar mega nú heita skóglaus, þ. e. þau eru snauð af nytjaskógum, nema Noregur, Sví- þjóð og nokkrir hlutar af Rússlandi og Þýskalandi. Og járnbrautir eru lagðar engu síður um skógsnauðu löndin en um skógauðgu löndin, og þá ekki vegna skóganna. Og víða í hinum álfunum er nú ástandið þann- ig, að skógarnir (frumskógar hita- beltisins) eru hinn versti þrándur i götu fyrir yrkingu og byggingu lands- ins, eins og hvert barn veit, sem lært hefur landafræði, og h i n d r a þeir þar jafnt járnbrautarlagningar sem aðrar framfarir. 6. og 8. lið (akuryrkju og iðnað) læt jeg biða. 7. Þörfin á hröðum póstflutningum er nákvæmlega sú sama á íslandi og annarstaðar. En það verður ekki svo mikið vart við þá þörf hjer, einungis vegna þess, að margar aðrar þarfir kalla svo miklu ákafar að. Þetta smá- ræði — að geta fengið daglegar póstgöngur um mikinn liluta landsins, það er varla nefnt af fylgis- mönnum járnbrautarinnar, vegna þess, að þó öðrum þjóðum þyki sú ástæða stórvægileg, þá er hún hjá okkur smávægileg í samanburði við allar hinar ástæðurnar, s^m. hjer hrópa á járnbrautir. 1

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.