Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 89

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 89
88 vörutegundir aö flytja, sem þeir hafa ekki.“ Hjer viö er nú fyrst það aö athuga, aö ef vjer í raun og veru fengjum 8 pct. — eöa þó ekki væri nema 5 pct. — af því sem járnbrautirnar í Kan- ada flytja, til þess að flytja meö vor- um brautum, þ á m u n d u þ æ r e k k i h a f a u n d a n, vegna þess aö þó við tökum bæöi Austurbraut og Akureyrarbraut, þá er brautar- lengdin ekki nema 1 pct. af brautar- lengd Kanada, en flutningurinn eftir áætlun B. Kr. 5—8 pct., eöa fimm til átta sinnum meiri á hvern brautar- km. en í Kanada. Líklega liefur ein- hver óljós hugmynd vakað fyrir B. Kr. um að lengd brautanna bæri að taka meö í reikninginn, þótt hann liafi ekki gert það. En kórvillan, sem er alveg sam- kynja eins og margar aðrar hugsun- arvillur í skrifum B. Kr., er þessi: Af því að ísland framleiöir livorki Akuryrkjuafuröir, Námuafurðir, Skógarafuröir, Iönaöarafuröir eöa Ýmislegt (!!) þá verður ekkert af þessum vöruteg- undum flutt meö járnbrautum á ís- landi, þó járnbrautir veröi lagðar þar! Svo jeg leyfi mjer aö útlista þessa skýringu hans ögn nánar, en alveg útúrsnúningalaust, þá fullyrðir hann m. a.: af því aö hjer vex hvorki rúg- ur, mais, hveiti nje aðrar korntegund- ir — þá verður ekkert af þeim vörum flutt um landiö meö járnbrautum. Af því að hjer eru ekki framleidd kol, járn, kalk, sement og önnur námuefni, þá verður ekkert slíkt flutt meö járnbraulum hjer. Af því að landið okkar er skóg- laust, þá þurfum við engan trjávið aö flytja um þaö — með járnbrautum. Af því að vjer framleiðum ekki neitt, er teljandi sje, af iönaðarvörum, þá þurfum vjer ekkert að vera aö flytja þær til okkar — nema máske þeir sem búa viö sjóinn og geta flutt þær sjóveg! Og „ýmislegt" yröi auövitaö ekki flutt með járnbrautum hjer. Jeg vissi varla hvort jeg átti aö hlæja eöa stynja, þegar jeg las þessa rökfærslu B. Kr. Hann telur það eölilegt, aö þeir sem f r a m 1 e i ö a einhverja vörutegund, þurfi járn- brautir til að flytja þær frá sjer, þ. e. a. s. ef framleiðendurnir eiga heima í Kanada. En honum skilst ekki, aö n o t e n d u r n i r þurfi neina járnbraut til þess að flytja sömu vör- urnar t i 1 s í n — ef þeir búa uppi í hafnlausum sveitum á Islandi. Eöa máske hann haldi aö framleiðslan á vörunum sje m e i r i aö vöxtum en notkunin? Hafi ekki komið auga á þaö einfalda lögmál í viðskiftalífi heimsins, að af öllum vörutegundum þarf aö flytja jafnmikið t i 1 n o t- e n d a (kaupenda) eins og f r á f r a m 1 e i ö e 11 d u m (seljendum). En vitanlega getur þaö verið at- hugunarefni, hvort atvinnuvegum Is- lands sje og hljóti að veröa svo hátt- aö, aö flutningsþörf á mann sje hjer minni en í öörum löndum, og skal jeg vikja örlítið aö því efni. V. Hjer á landi er aö svo stöddu ekki um annan atvinnuveg aö ræöa í sveit- um en landbúnað, og ætla jeg því ekki að fara lengra út í samanburð

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.