Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 91

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 91
90 vera í hinum grasauðgu lágsveitum Suöurlandsundirlendis. Þar er afrjett- ur svo lítill, aö sauöfje veröur ekki fjölgaö aö neinum mun frá því sem er. Og í heimalöndunum eru hvorki nýtilegir vor- nje hausthagar fyrir sauöfje. En meira en helmingur af öllu flatarmáli sveitanna er prýöilega fallinn til jökulvatnsáveitu. Engum skynberandi manni getur dulist, aö framtíöaratvinnuvegur þessara sveita hlýtur aö verða nautgriparækt — mjólkurframleiösla.. Máske meö sauöfjár-, svína og alifuglarækt til hjálpar á heimilunum, en aöalfram- leiöslan hlýtur aö veröa mjólkin. Um þessar sveitir er Austurbrautinni ætl- að að liggja. Berum þá saman flutningaþörf mjólkurbóndans á Suðurlandi og ak- uryrkjubóndans t. d. í Kanada. Mjólk- urbóndinn þarf aö flytja t i 1 s í n um- fram hinn: Talsvert af matvælum, alt byggingarefni, víöa alt eldsneytið, og svo kraftfóöriö handa kúnum— án þess verður enginn kúabúskapur rek- inn svo aö í neinu lagi sje, nema þar sem fóöraö væri á tómri töðu, en þá þarf að flytja heim tilbúinn áburð í stað kraftfóðurs. Og frá sjer þarf kúabóndinn að flytja: Mjólk á hverj- um degi alt árið, sem nemur 2—3 smálestum yfir árið fyrir hverja kú. Akurbóndanum er það lífsnauðsyn að ná til markaðsins — járnbrautar- stöðvarinnar — með kornið sitt um tíma að haustinu. Kúabóndanum er það lífsnauðsyn að ná til markaðar- ins á hverjum einasta degi, alt árið. Af þessum tveimur tegund- um landbúnaöar, akuryrkju og mjólkurframleiðslu, hefur hin síðar nefnda 1. Miklu meiri þunga að flytja á mann, 2. Miklu brýnni þörf fyrir samgöngu- tæki, sem aldrei bregðast. Að því er snertir A u s t u r b r a u t- i n a, sem á að liggja um lágsveitir Suöurlands og opna framleiðslu þeirra sveita — mjólkinni — leið til hins ótakmarkaöa sölustaöar sem eru íiskiverin og útflutningshafnirnar við Faxaflóa, þá felst mergurinn málsins í þessum meginsetningum: a. Þjettbýlið er það mikið, sanian- borið viö brautarlengdina, að eins margir menn (um 200) verða um hvern kilómetra brautarinnar eins og tíðkast í Kanada, Bandarikj- unum og Ástralíu. b. Atvinnuvegi sveitanna er þannig háttaö, að flutningaþörfin á mann er meiri aö þyngdinni til, en flutn- ingaþörfin á mann á akuryrkju- svæöum nefndra landa. c. Af þessum tveim setningum leiðir ó m ó t m æ 1 a n 1 e g a, að horf- urnar íyrir því að þ e s s i b r a u t borgi sig, eru b e t r i en alment gerist um ámóta langar brautir, er tengja saman akuryrkjusvæöi og kauptún í akuryrkjulandi. Og þar á ofan bætist: d. Að fyrir hinn eölilega atvinnuveg þessara sveita, mjólkurframleiösl- una, er járnbrautin enn þá nauð- synlegri en fyrir atvinnuveg akur- yrkjusveitanna — hún er svo nauð- synleg, að atvinnuvegurinn getur alls ekki komist upp eða þrifist án hennar. Þess vegna verður óbe i n i hagurinn af brautinni 1 í k a meiri hjer en í akuryrkjulandi.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.