Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 16

Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Háskólakórinn frumflytur Dísneyrímur: VÍSIR AÐ ÓPERU EÐA ALLISTAVERK? Guðmundur Stefánsson; „Rímurnar hafa skapast á mjög stuttum tíma.“ Morgunblaðið/Sverrir Ami Harðarson, semur og stjórnar flutningi Disneyríma. í Háskólakórnum eru menn allt í senn; söngvarar, leikarar og leiktjöld. HÁSKÓLAKÓRINN frumflutti í gær í Tjarnarbíói Disneyrímur Þórarins Eldjáms við tónlist eftir Áma Harðarson, stjóm- anda kórsins. Rímurnar em fluttar í heild sinni en auk kórs- ins kemur fram Halldór Bjöms- son leikari. Aðeins em fimm sýningar áætlaðar. Þeim sem að uppfærslunni standa hefur reynst örðugt að staðsetja hana þar sem kórfélagar em allt í senn; söngvarar, leikarar og leiktjöld. I uppfærslunni em í raun aðeins tveir leikarar; kór- inn og Halldór Björasson. „Kannski er þetta allistaverk. Uppfærslan minnir mig oft á griskan harmleik, einn leikari leikur og segir frá; kórinn teng- ir atriðin síðan saman. Svo er þetta líka visir að ópem,“ sagði leikstjóri sýningarinnar, Kári Halldór. Kári sagði einfaldleikann ráða ríkjum í sýningunni. „Fyrst og fremst eru það aðstæðumar sem gera það að verkum. Ég valdi þá leið sem er viðráðanlegust. Þessi sýning er fyrst og fremst höfundarverk Áma. Reynsla mín sem leikhússmanns kemur síðan til góða við útfærsluna. Hér á það sama við og í óperunni, að leik- stjóri og tónlistarstjóri þurfa að vinna mjög vel saman. í rímunum eru einstök einsöngs og tvísöngsat- riði en dramatísk spenna er ekki til staðar hér eins og í leikhúsi. Það er mjög spennandi að vinna með svona stóra heild sem syngur vel og fá fólkið til að koma fram á annan hátt en það er vant. í nóvember var ekkerttil 37 kórfélagar taka þátt í upp færslunni. Tveir félaganna, Elísa- bet Vala Guðmundsdóttir á ijórða ári í kómum og Guðmundur Stef- ánsson, sem byijaði í kómum í haust, sögðu sýninguna líklega þá viðamestu sem kórinn hefði sett upp en hún er 2 tímar í flutningi. „Sýningin hefur skapast á mjög stuttum tíma, í nóvember var ekk- ert til,“ sagði Guðmundur. Fyrstu lögin sögðust þau hafa heyrt í lok síðasta árs og síðan þá hefði stjóm- andinn verið að smáreyta þau í kórinn. „Síðustu rímumar heyrð- um við fyrir um 2 vikum og síðan hafa verið strangar æfíngar því við vinnum allt sjálf í kringurn þessa sýningu." Ekki sagðist Elísabet hafa leikið áður en Guðmundur sagðist lítil- lega hafa komið nálægt leiklist. Þau sögðu óneitanlega erfitt að syngja rímumar. „Tónlistin er kraftmikil og við þurfum að syngja alveg út, í nærri tvo tíma.“ Kórinn hefur tjármagnað upp- færsluna með rækju- og blómasölu auk þess sem félagar söfnuðu styrktarlínum í sýningarskrá og fengu styrk frá Háskólaráði. Kór- inn fer í tónleikaferð á ári hverju en að þessu sinni hefst hún og lýkur í Tjamarbíói. „Það er góður áfangastaður," sagði Elísabet. Elísabet Vala Guðmundsdóttir segir Tjarnarbíó góðan áfanga- stað. Þau sögðust ekki' hafa lesið Dis- neyrímur áður en sögðu þær mjög skemmtilegar og þá tónlistina ekki síður. Tilviljun að Disneyrímur urðu fyrir valinu Ámi Harðarson hefur stjómað kómum á fimmta ár en hann tók við af honum af Hjálmari Ragnars- syni. Ástæðu þess að Disneyrímur urðu fyrir valinu sagði Ámi helst vera tilviljun. „Ég var að leita að efni sem mjmdi passa vel í ein- hvers konar „músikleikhús". Mér finnst dálítið spennandi að láta kórinn gegna öðru hlutverki en eingöngu að syngja á sviði. Rímumar eru mjög skemmtilegt verk og gefa möguleika á að byggja á þjóðlegum grunni, vera hefbundinn í tónlistinni og daðra um leið við aðrar tónlistarstefnur.“ Kári Halldór leikstjóri allista- verksins. Ami segist stórhuga og ekki hafí annað komið til greina én að setja þær upp í heild sinni. Rímumar eru 6 og á milli 50 og 60 vísur í hverri. Hann stundaði nám í tónsmíðum í London og hefur samið jafnhliða kórstarfinu. Háskólakórinn hefur flutt nokkur minni verk eftir hann. „Það er mjög gaman að stjóma eigin tónverki og sjá það verða til. Því það tekur heilmiklum breyt- ingum á meðan á æfingum stend- ur. Krafturinn og áhuginn í kórfé- lögum er mikill og gefur tónlist- inni líf. Ég hef verið að semja lög- in á milli þess sem ég hef verið að reyta þær í kórinn. Þær eru því glænýjar. En það að stjóma þeim sjálfur gefur mér möguleika á að prófa hugmyndir mínar á kómum, sleppa þeim ef þær eru einskis nýtar og fara nýjar leiðir." Reykhólar: Dvalarheimilið Barma- hlíð tekið til starfa Hið nýja dvalarheimili á Reykhólum sem nú hefur tekið til starfa. Reykhólum. NÝTT dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, sem hlotið hefur nafnið Barmahlíð, var vígt sunnudaginn 13. mars s.l. Hinn 16. júní 1979 kom Sigur- bjöm Sveinsson heilsugæslulæknir frá Búðardal hingað að Reykhólum og hélt hér fund um öldrunarmál, en hann er mikill áhugamaður um það, að þegar Elli kerling fer að taka fólk fangbrögðum verði glíman því sem léttust. Á þessum fundi var kosin undirbúningsnefnd og skip- uðu þá nefnd sóknarpesturinn okk- ar, Valdimar Hreiðarsson, Reyk- hólum, Eiríkur Ásmundsson, kaup- félagsstjóri, Króksijarðamesi, Ingi- björg Kristjánsdóttir, hjúkruna- rfræðingur, Garpsdal, og Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum. Valdimar tók strax við forustu og stóð fyrir könnun á þörfum á húsnæði fyrir aldraða hér í byggð og kom þá á daginn að þörfin var meiri en ætlað hafði verið. Nú var hafist handa um að stofna sjálfseignarfélag um byggingu og rekstur á dvalarheimili á Reyk- hólum og stóðu að þeirri stofnun flest félög hér í byggð. Formaður var kosinn Valdimar Hreiðarsson sóknarprestur. Arkitekt að húsinu var Bjami Óskarsson, Laufási, Borgamesi, og var grunnur steypur haustið 1983 og var grunnflötur hússins 850 fer- metrar. Fólk gaf mikla vinnu og má geta þess að öll ýtuvinna og malarakstur svo og öll steypuvinna var gefin. Verkið var unnið undir stjóm Sigur- vins Ólafssonar frá Stað á Reykja- nesi. Loftorka í Borgamesi byggði svo húsið úr steypueiningum, en það er ein hæð og ris og grunnfiötur alls um 1400 fermetrar og var það byggt 1984. Nú kemur tími sem byggingin stöðvast vegna fjárskorts og sókn- arprestur flyst með rjölskyldu sinni úr byggðarlaginu. Ný stjóm er svo kosin 1986 og tekur hún upp þráð- inn sem frá var horfíð. Stjómina skipa nú: María Björk Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur formaður og er hún jafnframt for- stöðumaður heimilisins, Bragi Benediktsson sóknarprestur Reyk- hólum ritari, Ingibjörg Kristjáns- dóttir hjúkrunarfræðingur Garpsdal gjaldkeri. Aðrir í stjóm em: Halldór Kristjánsson bóndi Skerðingsstöð- um, Þórunn Játvarðardóttir starfs- kona Reykhólum, Grímur Amórs- son bóndi Tindum, Indiana Ólafs- dóttir starfskona við mötuneyti Reykhólaskóla og Guðbjörg Karls- dóttir, húsfreyja Gautsdal. Innanhússarkitekt að Barmahlíð er Jón ólafsson kennari Reykhóla- skóla. Málaavinnu annaðist Friðrik Runólfsson málarameistari Hólmavík. Raflagnir hefur annast Sigurður Lárusson rafvirkjameist- ari Tjaldanesi í Saurbæ í Dalasýslu. Allar pípulagnir hefur annast Lárus Magnússon pípulagningameistari Tjaldnesi í Saurbæ. Um tréverk hefur annast Rejmir Bergsveinsson frá Gufudal. Miklar og góðar gjafir hafa bor- ist heimilinu og ómæld sjálfboða- vinna lögð fram frá upphafí. Til dæmis má geta þess að enginn í stjóm dvalarheimilisins hefur þegið krónu í þóknun fyrir störf sín. Um allar gjafímar sem Dvalarheimilinu Barmahlíð hafa borist verður ekki talað hér, en stjómin biður fyrir þakklæti til allra velunnara Barma- hlíðar sem hér með er komið á fram- færi. Nú er Dvalarheimilið tilbúið fyrir 8 vistmenn og ein íbúðin hefur ver- ið tekin fyrir eldhús og borðstofu ðg önnur fyrir setustofu og vinnu- aðstöðu. Fyrstu vistmennimir fluttu inn föstudagskvöldið 11. mars og em það Játvarður Jökull Júlíusson rit- höfundur Miðjanesi og Herdís Zak- aríasdóttir, fyrrv. húsfreyja frá Djúpadal f Gufudalssveit. Þó hér sé stómm áfanga náð er mikið verk enn óunnið, en það verð- ur að bíða betri tíma. Hér á Reykhólum fer að fjölga fólki sem þarf á læknishjálp að halda, en hana þarf að sælq'a til Búðardals. Þess vegna er meðal annars nauðsynlegt að það sé eitt af forgangsverkefnum sem þing- menn verða að vinna að og er það samdóma álit allra að koma þurfi á læknisþjónustu á Reykhólum, bæði þeirra sem þjónustunnar þurfa að njóta og þeirra sem þjónustuna veita, það er læknanna í Búðardal. Að lokinni guðsþjónustu í Reyk- hólakirkju sunnudaginn 13. mars gengu kirkjugestir úr kirkju að Dvalarheimilinu Barmahlíð og þar vígði sóknarprestur okkar, Bragi Benediktsson Reykhólum, heimilið og sfðan bauð stjómin öllum gestum að þiggja veitingar. — Sveinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.