Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 17

Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 . 17 Fimm samtök verslunarinnar: Atbeina ríkissljórn- ar óskað vegna skatt- lagningar á verslun FULLTRÚAR finun samtaka verslunarinnar rituðu forsœtis- ráðherra bréf síðastliðinn mánu- dag, 21. mars, varðandi skatt- lagningu á verslun. í bréfinu er skorað á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því að skattlagning á versiun verði samræmd því, sem gerist um aðra atvinnuvegi. Bréfíð til forsætisráðherra er svohljóðandi: „Við undirritaðir samningsaðilar að kjarasamningum verslunarmanna skorum á ríkis- stjóm íslands að hún beiti sér nú þegar fyrir því að skattlagning á verslun verði samræmd þvi sem gerist um aðra atvinnuvegi. Einkum er hér átt við launaskatt og sér- stakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Ljóst er að ofsköttun verslunar- innar vinnur gegn kjörum þeirra sem við verslun starfa og rýrir sam- keppnishæfni hennar gagnvart iðn- aði og erlendri verslun. Þess er fast- lega vænst að viðeigandi ráðstafan- ir verði gerðar á yfirstandandi Al- þingi og geti komið til framkvæmda eigi síðar en í byijun árs 1989. Óskað er skriflegs svars svo fljótt sem auðið er.“ Undir bréfíð rituðu fulltrúar fím samtaka verslunarinnar, þ.e. Landssambands íslenskra verslun- armanna, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Samstarfsráðs verslunarinnar og Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Fóstureyðingar og ófijó- semi — Leiðrétting f VIÐTALI við undirritaðan í Morgunblaðinu 31. janúar sl. stóð að tíu til fimmtán prósent kvenna ættu við ófijósemi að striða siðar á ævinni, jaJfnvel þótt fóstureyð- ingaraðgerð hafi farið fram á spítala. Vitnað hefur verið til þessara talna síðan i öðrum fjöl- miðli (sjónvarpi 22. mars). Því miður höfðu tölur brenglast í þessu tilviki. Skrifast það alfarið á reikning undirritaðs og er nauð- synlegt að það sem rétt er komi fram, þar sem þessi villa hefur orð- ið tiiefni tii frekari umræðu. Átt var við tölur um ófijósemi eftir eggjaleiðarabólgu, en á henni getur verið hætta eftir fóstureyðingu. Tíu til fímmtán prósent kvenna sem fá eggjaleiðarabólgu eiga við ófijó- semi að stríða síðar. Af konum, sem fara í fóstureyðingu eru hinsvegar fáar, sem fá eggjaleiðarabólgu, m.a. vegna forvama sem beitt er til að minnka áhættuna. Fjöldi þeirra kvenna sem innlagðar voru á ný á Landspítalann eftir fóstur- eyðingu og eggjaleiðarabólga greindist síðan hjá, var innan við 1%. Af þeim gætu um 10 til 15% OÍTIROn hafa orðið ófíjóar, eða 0,1—0,15% af heildarfjöldanum. Þessar konur eru því væntanlega fáar á íslandi. Til viðbótar þurftu 5—7% kvenn- anna meðferð vegna annarra líkam- legra fylgikvilla, sem yfirleitt voru auðlæknanlegir. Þetta er í samræmi við reynslu frá nágrannalöndum okkar, þar sem nýrri rannsóknir hafa sýnt að tíðni ófijósemi eftir fóstureyðingu er ekki verulega auk- in1, gagnstætt því sem áður var talið. Verði ekki sýking eftir fóstur- eyðingu er ófijósemi ekki meiri hjá þessum konum heldur en almennt gerist í þjóðfélaginu (10% hjóna). Þar sem fóstureyðingar hafa ekki verið leyfðar og fjöldi ólöglegra aðgerða farið fram, hafa eftirköst fóstureyðinga hinsvegar oft reynst mun alvarlegri og tölur um síðari ófijósemi verið mun hærri. Með þökk fyrir birtinguna. Reynir Tómas Geirsson læknir, kvennadeild Landspítalans. 1 Hogue CJR. Impaet of abortion on subsequent fec- undity. Clin Obstet Gynaecol 1986; 13: 95-103. hjálpar sérsjálf 5K!5SSS!?fi». 1 nrænmetiskvorn, hrærivel, 9ræ Fiölhæfm sett. 06571 blandari • spaði. STORÚTSALA Á HEIMILISGÓLFDÚKUM 10 -50% atsláttur Komið og gerið góð kaup. Útsalan stendur til 30. mars. VAwv VECCFÓÐRARINN - MÁLNINC & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, Símar 687171 og 687272. BIRGIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.