Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 21

Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 21 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 / Umsjón Sigurður H. Richter Samkeppni framhaldsskóla- nema í tilefni Norræns tækniárs Eitt af markmiðum Norræns tækniárs er að efla þekkingu og skilning ungs fólks á tækni. Ein leiðin að þessu marki er sam- keppi sem verið er að hefja um þessar mundir og að henni stend- ur Norrænt tækniár ásamt Fé- lagi raungreinakennara. Þátttökurétt I keppninni hafa allir þeir sem stunda nám í íslenskum framhaldsskólum á árinu 1988 og eru undir 21 árs aldri. Framlög mega vera í nafni einstaklinga eða hópa. Þátttak- endur halda höfundarrétti hver á sínu framlagi. Viðfangsefni samkeppninnar skiptast í fímm flokka og geta nemendur valið við hvaða flokk eða flokka þeir vilja glíma: 1. Gerð myndbands um tækni- þróun á islensku atvinnusviði eða um tækni í nýrri atvinnu- grein. 2. Hönnun líkans af sýningar- bás með mjmdum, stuttum upplýsingatextum og e.t.v. fleiru. Efni sýningarinnar verði tækniþróun á einhveiju íslensku atvinnusviði, eða ein- hver ný atvinnugrein. 3. Uppfinningasamkeppni. Lýst er eftir nýtilegri upp- götvun, annaðhvort hugmynd að nýju tæki eða nýja beitingu tækni, sem þegar er til. Fram- lagið þarf ekki nauðsynlega að fela í sér tilbúið tæki, en verður að minnsta kosti að lýsa hugmynd á skýran og nákvæman hátt. Uppfínning- in má vera á hvaða sviði sem er, en sérstaklega er þó bent á tækni eða tækni sem gerir fötluðum lífið léttara, eða tæki eða tækni er eykur ör- yggi sjómanna. 4. Tölvutækni beitt til stýr- ingar á einhveiju ótilteknu ferli. Framlagið feli bæði í sér tilbúið tæki og stýriforrit. 5. Forritunarverkefni á sviði gervigreindar, til dæmis í tölvumálinu PROLOG. Framlög skulu send til Norr- æns tækniárs, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 91-27577. Skilafrestur er til 21. nóvember 1988. Öll framlög sem berast verða metin af dómnefnd, og verða þijú bestu framlögin verðlaunuð, teíjist þau verðlaunahæf. Verðlaunin verða úttekt á tæknibúnaði að eigin vali, fýrir upphæð sem hér segir: 1. verðlaun 75 þúsund krónur 2. verðlaun 50 þúsund krónur 3. verðlaun 50 þúsund krónur Auk þess fylgja fyrstu verð- laununum ferð á Nóbelshátíðina í Svíþjóð í desember 1988, en þar munu hittast verðlaunahafar úr svipaðri samkeppni frá hinum Norðurlöndunum. Hugsanlega verður efnt til sýningar á framlögum til keppn- innar. Raungreinakennarar eru sérs- taklega beðnir um að vekja at- hygli nemenda sinna á þessari samkeppni. Opin hús Það er ekki hægt að segja ann- að en hugmyndin um Opin hús í tilefni Norræns tækniárs hafi fall- ið í góðan jarðveg. Helstu stofnan- ir og fyrirtæki, sem búa yfír at- hyglisverðri tækni, hafa verið fengin til að hafa opið hús einn sunnudagseftirmiðdag hvert. Nú þegar hefur fjöldi stofnana og fyrirtækja opnað hús sín al- menningi. Aðsókn hefur yfírleitt verið mjög góð, eða frá nokkrum hundruðum til nokkurra þúsunda. Það er greinilegt að það eru marg- ir er telja það vel til fallið á sunnu- dagseftirmiðdögum, að fara í kynnisferð og skoða þá fjölbreyti- legu tækni, sem í notkun er á ýmsum sviðum hér á landi. Síðastliðna 10 sunnudaga hafa verið opin hús á einum eða fleiri stöðum, en nú verður stutt hlé kringum páskahátíðina, því ekki verða opin hús á pálmasunnudag eða páskadag. Strax eftir páska verður þó byijað á ný. Fyrstu stofnanimar sem þá opna hús sín eru Iðnskólinn, sem verður með opið hús sunnudaginn 10. aprfl, ög rafmagnsveitumar, sem verða með opið hús sunnu- daginn 17. aprfl. Ætlunin er að halda áfram með Opin hús nær óslitið fram í júní. Síðan verður hlé yfír hásumarið, en í lok ágúst hefjast Opin hús á ný. Það er von aðstandenda tækni- ársins, að sem flestir notfæri sér það tækifæri er hér gefst, til að kynnast stofnunum, fyrirtækjum og þeirri tækni er þessir aðilar búa yfír. Lonica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR Eitt verka Gudbjarts Gunnarsson- ar. Guðbjartur Guiuiarsson sýnir fótó- grafík GUÐBJARTUR Gunnarsson opnar sýningu á myndum unn- um með blandaðri tækni, fótó- grafík, í Listasafni ASÍ, Grens- ásvegi 16, i dag laugardaginn 26. mars kl. 14.00 Guðbjartur lauk kennaraprófí .1950 og síðar myndmenntakenn- araprófí í Bandaríkjunum. Hann stundaði kennslu um árabil og kynnti sér sjónvarps- og kvik- myndatækni í Bretlandi og Banda- ríkjunum, þar sem hann lauk há- skólaprófi í fjölmiðlafræðum. Hann hóf störf sem dagskrár- gerðarmaður hjá Sjónvarpinu, þegar það tók til starfa og stjóm- aði þar upptökum á ýmsu fræðslu- efni. Fyrir tæpu ári voru t.d. end- urdsýndir þættir um íslenskt mál, sem hann sá um, og undanfarin tvö ár hafa af og til birst á skján- um þættir frá Rafmagnseftirliti ríkisins, sem hann hefur haft umsjón með. Guðbjartur starfaði í Kanada um fjögurra ára skeið að svipuðum verkefnum. Guðbjartur hefur löngum feng- ist við myndgerð í störfum sínum og frístundum. Hann hefur tekið þátt í samsýningu með FÍM og haldið tvær einkasýningar. Myndimar, sem Guðbjartur sýnir að þessu sinni, em byggðar upp á ljósmyndum, þrykktar á mismunandi litan pappír og hand- litaðar með pastellitum. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20, laugardaga og sunnu- daga kl. 14-20, svo og skírdag og annan í páskum. Föstudaginn langa og páskadag verður opið kl. 15-20. Sýningunni lýkur 10. apríl. (Úr fréttatilkynnmgu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.